Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Qupperneq 74

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Qupperneq 74
í þessari ritsmíð er ætlunin að halda áfram þeim guðfræðilega lestri á ljóðum Jóhannesar sem hafinn var í fyrrnefndri könnun. Verður það gert með því að fjalla um ljóðabókina Sjödœgru sem kom út 1955.4 Eins og áður verður leitast við að greina trúarleg stef eða vísanir í ljóðunum án þess að loka með öllu augum fyrir öðrum þáttum þeirra enda verður að skilja Ijóð heildstæðum skilningi þar sem eitt sjónarhorn kallast á við annað. Galdurinn í Sjödœgru Við lestur ljóða að ekki sé rætt um túlkun þeirra verður ætíð að gæta þess að í ljóði myndar form og inntak eina samstæða heild sem ekki verður í sundur slitin.5 Hefur jafnvel verið á það bent að ekki sé mögulegt að endur- segja ljóðrænan („lýriskan") texta þar sem form hans skipti jafnmiklu máli og inntakið eða hinn rauði þráður sem endursögnin leitast við að rekja enda skorti ljóðrænan texta oft slíkan rauðan þráð. Þá sé ómögulegt að skipta út orðum í slíkum texta vegna þess að þá sé ekki lengur um hinn endursagða texta að ræða heldur afbökun hans. Eigi þetta við um ljóðrænan texta almennt sem vissulega getur verið í lausu máli á staðhæfingin enn frekar við um ljóð sem eru bundnari að formi en ljóðrænn lausamálstexti.6 Þessi varnagli á að sumu leyti ekki við mörg ljóðanna sem fjallað var um í fyrrnefndri athugun. Þau voru mörg hver boðunarljóð þar sem skáldinu var svo mikið niðri fyrir að inntak eða boðskapur ljóðanna mótaði form þeirra sem oft verður að líta á líkt og tæki til að koma boðskapnum til skila svo eftir verði tekið.7 Vamaglinn er hins vegar í fullu gildi þegar Sjödægra á í hlut. Þar kveður við allt annan tón. Mörg kvæða hennar höfðu upphaflega verið birt áratuginn áður en bókin kom út og þá undir heiti Anonymusar en það var höfundarnafn sem Jóhannes tók upp til að skapa sér frjálsari hendur við formtilraunir.8 Önnur voru ort um svipað leyti þótt þau birtust fyrst í bókinni. Sjödœgra gefur því innsýn í þær formtilraunir sem Jóhannes ástundaði á fimmta og sjötta áratugi 20. aldar.9 Það er því ekki að undra að formið skipti meira máli við lestur, skynjun og skilning á ljóðunum sem þar 4 Á það skal minnt að Sjödœgra er ákaflega blandað og misaldra rit. Mörg Ijóðanna höfðu birst áður f Tíma- riti Máls og menningar og öðrum tímaritum allt frá árinu 1945 og eru því eldri en mörg Ijóðanna sem fjallað var um í fyrri ritgerð minni. Sjá Jóhannes úr Kötlum 1976: 213-214. Hér verða því engar ályktanir dregnar um þróun hugmynda en vakin athygli á að umfjöllunarefni greinanna skarast í tíma. Greinamar gefa því fremur svipmyndir af ferli Jóhannesar en heildstæða sýn á höfundarverk hans. 5 Hjalti Hugason 2004: 77 6 Hedlund 2000: 13-14 7 Hjalti Hugason 2004: 77-78 8 Jóhannes úr Kötlum 1976:213-214. 9 Sigfús Daðason 35, sjá og 43. Sigfús taldi Jóhannes vera eina skáldið í formbyltingu 5. áratugar 20. aldar sem hafnaði stuðlum alfarið. 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.