Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 98

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 98
jaðar eyðimerkur Júdeu (sem var(ð) ríki á dögum Davíðs konungs og þar sem höfuðborgin var Hebron). Hún á sér fjarska fornar rætur en elstu minjar um mennska búsetu á þessum þurra stað eru frá því nærri 3000 fyrir Krists- burð (og þá trúlegast eftir einhvers konar hirðingja). Frá bronsöld (miðri ca. 2000-1500 f. Kr.) fínnast þar rústir borgarveggja og frá miðju öðru árþús- undinu (síðbronsöld ca. 1500-1200) byggðu staðinn Jebúsítar (taldir af þjóðerni Amoríta eða Kanaanverja).2 En það var um aldmótaárið 1000 f. Kr. að Davíð konungur gerði borgina að sameiningartákni fsraelítanna (sem fyrst birtast í raun sem þjóð einmitt við upphaf járnaldar (ca. 1200-600)) í framhaldi af sigri sínum á Fílisteum á járnöld ef marka má frásögn Annarrar Samúelsbókar. Þar reisti hann höll sína og tjaldbúð yfir örkina Guðs (sbr. 2 S 5-6). Salomón konungur bætti um betur og byggði fleiri hallir og heilt musteri í stað tjaldbúðarinnar sem Davíð á að hafa tjaldað yfir örkina eins og segir frá í Fyrri Konungabók (sbr. 1 K 6-7) en engar leifar þessara mann- virkja hafa varðveist sem í sjálfu sér vekur óvissu um hvort þær hafi nokk- urri sinni verið til. Stöðu sína undir ljóma Davíðs konungs missti svo Jerús- alem árið 587 f. Kr. þegar Nebúkadnesar konungur Babýlóníu lagði borgina í auðn og rak íbúa hennar í útlegð (sbr. 2 K 25). Síðar á sama árhundraði komust Persar til valda og heimiluðu hinum burtreknu fsraelítum að hverfa á ný til sinna heimahaga. En ekki einasta hafði borgin verið jöfnuð við jörðu heldur varð hún eftir þetta lén erlendra yfirráða í landinu nánast óslitið—að undanskildu tímabili Makkabeanna og krossfaranna—til fimmta áratugs síðustu aldar, þ.e. til stofnunar hins nýja Ísraelsríkis árið 1948. Svipt pólitísku forræði fékk Jerúsalem nýtt hlutverk í sögu gyðingdómsins (sem reis af rótum Ísraelítanna fornu að lokinni útlegð- inni til Babýlóns) þar sem hún er fyrst og fremst tákn um meintan hreinleika Gyðinga í andstöðu við allt sem erlent var talið og óhreint (sbr. Neh 13.28- 30). Eftirvæntingin um endurnýjaða pólitíska stöðu Jerúsalem fékk nú útrás aðeins í framtíðarsýn hins hinsta sigurs (sbr. Esk 47). í kjölfar persneska tímabilsins í sögu Jerúsalem (537-332 f. Kr.) náðu átök Gyðinga við erlend yfirráð hámarki á helleníska tímabilinu (332-63 f. Kr.) í skammvinnum sigri Makkabea (140-63 f. Kr.) á selevkískum afkom- endum Alexanders mikla á valdastóli í hinum fornu landsvæðum Sýro- Kanaan. Með falli Hasmónenna (Makkabeanna) við innreið Pompejusar 2 Amorítar byggðu Kanaansland ásamt Kanaanverjum (hugsanlega frumbyggjunum þar) og Hittítum (frá Anatólíu) áður en Israelítamir hinir fornu birtast á þessu sögusviði. Amorítar voru semísk þjóð eins og Kanaanverjar en Hittítar af indó-evrópskum uppruna. Amorítar voru ríkjandi afl í Mesópótamíu og Kana- anslandi á öðru árþúsundi f. Kr. en lítið er vitað um uppmna þeirra með vissu, sjá t.d. Benedikt Otzen, Israeliterne i Palœstina: Det gamle Israels historie, religion og literature (Kaupmannahöfn: Gad, 1977), 45. Otzen telur Jebúsíta einfaldlega af kanaanískum upprana (ibid., 177). 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.