Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 99

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 99
hins rómverska á sjöunda áratugnum fyrir Kristsburð varð Jerúsalem undir rómverskri stjóm og síðan býsantíska heimsveldisins fram á sjöundu öld núverandi tímatals (63 f. Kr. - 640 e. Kr.). Eftir það varð Jerúsalem undir stjórn múslima meira og minna þar til Bretar bundu endi á yfirráð Ottóm- anna árið 1917 ef frá eru taldar tvær aldir sem krossfarar réðu borginni (1099-1291). Árið 1917 markar upphaf hins nýja ísraels með Balfour yfirlýsingunni (the Balfour Declaration) þar sem lýst er yfir stuðningi Breta við sjálfstætt ríki Gyðinga í Palestínu.3 Og enn í dag er tekist á um Jerús- alem í deilum Palestínu-Araba og Gyðinga með ófyrirsjáanlegum örlögum þessarar fornu borgar. Ef Jerúsalem hefir í gegnum aldirnar öðlast helgi fyrir að vera aðsetur arkarinnar og pólitískra valdamanna annars vegar og fyrir að halda velli andspænis meintum (utanaðkomandi) óvinum fjarskalega ólíkra íbúa hennar á löngum tíma hins vegar, þá er öllu merkilegra að hún hefir nánast jafnlengi orðið fyrir bölbænum vegna spillingar enda þótt jafnan sé henni hlíft að einhverju leyti fyrir meinta trúfesti fámenns hóps guðhrædds fólks. Hér að baki liggur ævafom hefð sem oftar er kennd við nafnið Síon (Jerús- alem) og felst í því að Guð Gamla testamentisins er sagður æðstur stjóm- andi allra þjóða og guða og sá sem sigrar hvers konar ringulreið—fyrir til- stilli konungs af húsi Davíðs.4 Og það eru ekki einasta stjórnmálamenn heldur og prestar og falsspámenn sem oft kalla á guðlega íhlutun fyrir athæfi sitt að skilningi spámannabóka Gamla testamenntisins. Guðinn grípur þá gjaman til þess að refsa þeim sem vikið hafa af vegi hans með til- styrk erlenda höfðingja. Þessir höfðingjar leggja þá borgina um leið í rúst (sbr. Jes 4.2-6; Mík 3.9-12; Jer 23.14; 1 Makk 4.36-61). En hún er líka böð- ulsvöllur þar sem hinir sönnu spámenn ísraels hafa verið leiddir fyrir ætter- nisstapa eða spottaðir (sbr. Jer 26.20-23; 2 Kro 24.20-21, 36.13-16). Þessi hugmynd um Jerúsalem sem deyðir sanna spámenn Israels er elsta 3 Sbr. t.d. Schein, ,Jerusalem,“ 463-473; Sarah Kochav, Israel: Splendors of the Holy Land ((London: Tha- mes and Hudson, 1995), 92-93. Frekari skipting tímabilsins frá miðöldum til tuttugustu aldar er sem hér segir: (640-1099 [Fyrsta tímabil Araba]; 1099-1291 [yftrráð krossfara]; 1291-1517 [yfirráð Mamelúka]; 1517-1917 [yfirráð Ottómanna]) (Israel, 26-27). 4 Sjá J. J. M. Roberts, „Solomon’s Jerusalem and the Zion Tradition," í Andrew G. Vaughan og Ann E. Kill- ebrew ritstj., Jerusalem in Bible and Archaeology: The First Temple Period (Society of Biblical Literature: Symposium Series 18; Atlanta, GA: Society of Biblical Literature, 2003), 165, 167. Roberts fjallar einnig um deildar hugmyndir um uppruna þessarar hefðar, en sumir, eins og Gerard von Rad, telja hana upprunna á meðal Jebúsíta (Tlieologie des Alten Testaments, Band 2, Die Theologie der prophetischen Uberliefer- ungen [Miinchen: Kaiser, 1960], 162-175); aðrir, t.d. Gunther Wanke, telja hefðina mun yngri eða síðari en frá tíma Jesaja í Jerúsalem (Die Zionstheologie der Korachiten in ihrem traditionsgeschichtliclien Zusammenhang (Beihefte zur Zeitschrift ftir die alttestamentliche Wissenschaft 97 [Berlin: Töppelmann, 1966]); sjálfur telur Roberts að hefðin sé upprunnin á tíma Davíðs og Salómons (ibid., 163-170; sjá einnig 163, n. 2-3). 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.