Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Síða 103

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Síða 103
henni handan átaka þessa heims og herra jarðarinnar. Hún eins og svífur í himingeimnum tilbúin að lækka flugið og lenda þegar aðstæður leyfa. I epíksu verki Lúkasar guðspjallamanns á kirkjan sér ekki mögulegan grundvöll í borginni Jerúsalem sem vel kann að eiga sér sögulegar for- sendur. Ekki síst vegna þess að brýmar sem hann hefir byggt á milli hinna kristnu trúarbragða og gyðingdóms skapa spennu við hinn tileinkaða menn- ingararf kristindómsins í ljósi hreinleikaákvæða. Þannig hlaut það að vera óhugsandi að kirkja sem sótti svo mikið til gyðingdóms gæti reist höfuð- stöðvar sínar á stað sem Gyðingar skilgreindu á ótvíræðan hátt óhreinan.17 Vanhelgunin helgast af þeirri staðreynd að hin meintu höfuðatvik kristinnar trúar grundvallast á frásögum um dauða og greftrun Jesú og meinta upprisu hans frá dauða en dauðinn og gröfín voru að skilningi Gyðinga óhreinir staðir.18 í slíku umhverfi þar sem helgun staða liggur í hugmyndum um hreinleika og saurgun gat kristin kirkja ekki þrifist né komist áfram.19 Hún hlaut að finna sér grundvöll á nýjum slóðum (Róm) eins og raun bar vitni. En enda þótt fólkinu að baki Ræðuheimild samstofnaguðspjallanna hafi legið kalt orð til Jerúsalemborgar þá er talið fullvíst að annar hópur fólks á meðal fylgjenda Jesú frá Nasaret, með ólíkar áherslur, hafi snemma átt sér aðsetur í Jerúsalem þar sem Jakob bróðir Jesú hafi verið í forsvari. Sá hópur er jafn- framt talinn hafa staðið Gyðingum nær að siðum en aðrir kristnir hópar með tilliti til lögmáls Móse og túlkunar á því.20 Áður en langt var um liðið áttu þessir hópar þó eftir að sameinast í þeirri tegund kristindómsins sem þekkt er af ritum eins og Jakobsbréfi og Matteusarguðspjalli og ýmsum apókrýfum ritum sem einu nafni flokkast til gyðing-kristinna rita.21 Rómarborg reyndist þó fallvaltur grundvöllur hinnar nýju kirkju lengi framan af í skugga ofsókna á hendur kirkjunni af ýmsum leiðtogum róm- verska heimsveldisins allt til daga Konstantínusar mikla. Nánast eins og í einu vetfangi gjörbreyttist öll staða hinna nýju kristnu trúarbragða og að 17 Um áhrif síðgyðingdóms á hin nýju kristnu trúarbrögð sjá t.d. Oskar Skarsaune, ln the Shadow of the Temple: Jewish Influences on Early Christianity (Downers Grove. IL: InterVarsity Press, 2002). 18 Ibid., 77; sbr. frekar Peter Brown, The Cult of the Saints: Its Rise and Function in Late Antiquity (Chic- ago, IL: The University of Chicago Press, 1981). 19 Ibid., 77; sbr. frekar Jerome H. Neyrey, “The Symbolic Universe of Luke-Acts: ‘They Tum the World Upside Down’,“ í sami ritstj., The Social Worid of Luke-Acts: Modelsfor Interpretation (Peabody, MA: Hendricson, 1991), 271-304. 20 Sjá t.d. Mack, Who Wrote the New Testament?, 67-70; Dennis E. Smith, „What Do We Really Know about the Jerusalem Church? Christian Origins in Jerusalem according to Paul and Acts,“ í Ron Cameron and Merrill P. Miller ritstj., Redescribing Christian Origins (Society of Biblical Literature: Symposium Series 28; Atltanta, GA: Society of Biblical Literature, 2004), 237-252. 21 Sjá t.d. Koester, History and Literature, 198-207; Fred Lapham, An Introduction to the New Testament Apocrypha (London & New York, NY: Clark, 2003), 43-65; 66-87. 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.