Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 105

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 105
Otto. Hann hikar ekki við að halda því fram að slík reynsla sé eðli málsins samkvæmt í andstöðu við heilbrigða skynsemi. í ljósi slíkrar reynslu heldur hann ótvírætt fram að einstaklingurinn komist í samband við „heilög“ fyr- irbæri. Andspænis slíkri opinberun hlýtur manneskjan þá um leið að fyllast örvæntingu um sitt eigið líf að hans skilningi.24 Einn þekktasti trúarbragðafræðingur síðustu aldar, Mircea Eliade, lengst af við Háskólann í Chicago, hélt því fram í framhaldi af slíkum hugmyndum að mögulegt væri að skipta víddum alheimsins í ólík rými sem hann kallaði annars vegar „heilög“ (sacred) og hins vegar „veraldleg“ (profane). Einstak- lingar verða, að mati Eliade, áskynja þessara vídda vegna þess að hið heil- aga hvorki meira né minna en opinberar sig óboðið og dregur þannig í eðli sínu mörkin á milli þessara heima. Um leið gerir hann ráð fyrir því að opin- beranir af þessum toga eigi sér ólík birtingarform allt eftir því hversu „þróuð“ trúarbrögð sé um að ræða. Þannig gefur hann sér þá hæpnu hug- mynd að trúarbrögð eins og átrúnaður innfæddra í Ástralíu og víðar standi trúarbrögðum eins og íslam mörgum þrepum neðar og efst trjóni hugmyndir um holdtekningu Guðs í Jesú Kristi. Engu að síður gerir hann ráð fyrir því að hið „heilaga“ opinberi sig í stokkum og steinum sem eru hluti af til- beiðslu fólks á „lægri“ þróunarstigum.25 Hinn trúaði einstaklingur, að skilningi Eliade, sem upplifir guðlega opin- berun, uppgötvar um leið óbreytanlegt mynstur sem er ekkert annað en end- urspeglun á alheimslegu skipulagi skaparans. Þetta hefir þær afleiðingar, að hans mati, að hið frátekna rými, hið „heilaga“ rými á jörðinni verður vett- vangur þess að viðhalda skipulagi heimsins fyrir tilstilli helgiathafna (rit- úals), vettvangur til að endurtaka fyrirmynd hinnar guðlegu sköpunar.26 Þannig verður þá musteri guðsdýrkunar ímynd heimsins (imago mundi) sem um leið er byggt á guðlegri fyrirmynd. Musterið felur hinn jarðneska heim í sér og endurheilgar heiminn um leið af öllum óhreinleika.27 Slíkar hugmyndir ganga þvert á kenningar af félagssögulegum toga sem sýna, eins og í kenningum Jonathan Z. Smith, að staðsetning fyrir helgiat- hafnir (ritúöl) eiga sér rætur í tilviljunarkenndum atvikum. Fyrirfram verður 24 Sjá Mircea Eliade, The Sacred and the Profane: The Nature of Religion (ensk þýð. Willard R. Trask; A Harvest/HBJ Book; San Diego, CA: Jovanovich, 1959 [1957]), 9-10. Um eiginleika og mikilvægi trúar- braðga frumbyggja má t.d. lesa í greinasafni Graham Harvey ritstj., Readings in Indigenous Religions (London & New York, NY: Continuum, 2002). 25 Nature of Religion, 11 26 Ibid., 22, 32. 27 Ibid., 59 28 Burton L. Mack, „Introduction: Religion and Ritual," í Robert G. Hamerton-Kelly ritstj., Violent Origins: Walter Burkert, René Girard, and Jonathan Z. Smitli on Ritual Killing and Cultural Formation (Stanford, CA: Stanford Univeersity Press, 1987), 44-45. 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.