Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 105
Otto. Hann hikar ekki við að halda því fram að slík reynsla sé eðli málsins
samkvæmt í andstöðu við heilbrigða skynsemi. í ljósi slíkrar reynslu heldur
hann ótvírætt fram að einstaklingurinn komist í samband við „heilög“ fyr-
irbæri. Andspænis slíkri opinberun hlýtur manneskjan þá um leið að fyllast
örvæntingu um sitt eigið líf að hans skilningi.24
Einn þekktasti trúarbragðafræðingur síðustu aldar, Mircea Eliade, lengst
af við Háskólann í Chicago, hélt því fram í framhaldi af slíkum hugmyndum
að mögulegt væri að skipta víddum alheimsins í ólík rými sem hann kallaði
annars vegar „heilög“ (sacred) og hins vegar „veraldleg“ (profane). Einstak-
lingar verða, að mati Eliade, áskynja þessara vídda vegna þess að hið heil-
aga hvorki meira né minna en opinberar sig óboðið og dregur þannig í eðli
sínu mörkin á milli þessara heima. Um leið gerir hann ráð fyrir því að opin-
beranir af þessum toga eigi sér ólík birtingarform allt eftir því hversu
„þróuð“ trúarbrögð sé um að ræða. Þannig gefur hann sér þá hæpnu hug-
mynd að trúarbrögð eins og átrúnaður innfæddra í Ástralíu og víðar standi
trúarbrögðum eins og íslam mörgum þrepum neðar og efst trjóni hugmyndir
um holdtekningu Guðs í Jesú Kristi. Engu að síður gerir hann ráð fyrir því
að hið „heilaga“ opinberi sig í stokkum og steinum sem eru hluti af til-
beiðslu fólks á „lægri“ þróunarstigum.25
Hinn trúaði einstaklingur, að skilningi Eliade, sem upplifir guðlega opin-
berun, uppgötvar um leið óbreytanlegt mynstur sem er ekkert annað en end-
urspeglun á alheimslegu skipulagi skaparans. Þetta hefir þær afleiðingar, að
hans mati, að hið frátekna rými, hið „heilaga“ rými á jörðinni verður vett-
vangur þess að viðhalda skipulagi heimsins fyrir tilstilli helgiathafna (rit-
úals), vettvangur til að endurtaka fyrirmynd hinnar guðlegu sköpunar.26
Þannig verður þá musteri guðsdýrkunar ímynd heimsins (imago mundi) sem
um leið er byggt á guðlegri fyrirmynd. Musterið felur hinn jarðneska heim
í sér og endurheilgar heiminn um leið af öllum óhreinleika.27
Slíkar hugmyndir ganga þvert á kenningar af félagssögulegum toga sem
sýna, eins og í kenningum Jonathan Z. Smith, að staðsetning fyrir helgiat-
hafnir (ritúöl) eiga sér rætur í tilviljunarkenndum atvikum. Fyrirfram verður
24 Sjá Mircea Eliade, The Sacred and the Profane: The Nature of Religion (ensk þýð. Willard R. Trask; A
Harvest/HBJ Book; San Diego, CA: Jovanovich, 1959 [1957]), 9-10. Um eiginleika og mikilvægi trúar-
braðga frumbyggja má t.d. lesa í greinasafni Graham Harvey ritstj., Readings in Indigenous Religions
(London & New York, NY: Continuum, 2002).
25 Nature of Religion, 11
26 Ibid., 22, 32.
27 Ibid., 59
28 Burton L. Mack, „Introduction: Religion and Ritual," í Robert G. Hamerton-Kelly ritstj., Violent Origins:
Walter Burkert, René Girard, and Jonathan Z. Smitli on Ritual Killing and Cultural Formation (Stanford,
CA: Stanford Univeersity Press, 1987), 44-45.
103