Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 116

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 116
forystu Hrafns Oddssonar frá Eyri við Arnarfjörð og Sturlu Þórðarsonar gert atreið að bæ Ólafs Þórðarsonar (bróður Sturlu) að Stafholti í Borgarfirði. Kirkjan þar var helguð Nikulási biskupi.32 Bóndinn á staðnum reiddist þessum yfirgangi og lét hina óboðnu gesti fá það óþvegið: „Þat skuluð þit vita, Hrafn ok Sturla, ok allir þeir menn, er í flokki eru með þeim, at öll sú skömm, er þér gerið staðnum ok mér, skal ek á leggja slíka reiði, sem ek vinnst til. Skal ek þess biðja almáttkan guð ok inn helga Nik- ulaum biskup, er staðinn á, at hann hefni yðr sinna misgerða. Ok betr þætti mér þér sóma, Sturla, at standa fyrir rúmi Þorgils með mönnum þínum vápn- uðum en þar, sem nú ertu.“33 Nikulás biskup var í máldaganum sagður eigandi staðarins, en var hann það í raun og sann? Nú reyndi á hvort það fengi staðist. Og það verður að segjast eins og er að á þessari úrslitastund var eignarréttur dýrlingsins í orði virtur að vettugi á borði. Aðkomumennimir fóru sínu fram. Nokkru síðar gerðist það að Þorgils skarði fór með fjölmenni í Reykholt að hitta þar hús- bóndann á staðnum, Egil Sölmundarson, sem hann átti sökótt við. Með í för var fyrrnefndur Sturla Þórðarson. í Reykholti var kirkja helguð Pétri postula.34 Þegar liðsveitin var komin í hlað bað Þorgils menn sína að stíga af baki og láta hestana ganga í tún. En Sturla mælti því á mót „kvað eigi það ráð að gera það, „því að Pétur postuli á töðuna, og hefir hann ekki til saka gert við Þorgils“.“35 í þetta sinn gegndu menn, virtu eignarrétt dýrlingsins og ráku hrossin úr túni. Niðurstaða þessa kafla er sú að samkvæmt orðanna hljóðan, einkum í máldögum, var hægt að gefa fé til kirkju og einnig til látins manns, þ.e. heilags manns á himnum. Þetta fé var skattfrjálst og aðskilið frá eign þess sem gaf og ekki sjálfgefið að hann hefði ævinlega ráðstöfunarrétt yfir því. Óljóst er hins vegar hvort það var kirkjan sjálf á hverjum stað eða dýrlingur hennar sem var eigandi kirkjufjár eða hvort látið fólk, jafnvel þótt það sæti við fótskör Guðs almáttugs á himnum, gæti yfirleitt talist viðtakendur og raunverulegir eigendur jarðneskra eigna að lögum þó að svo kunni að hafa verið í vitund manna á þessum tíma. Eða voru þessar gjafir til kirkna og dýrlinga ekkert annað en tilfærslur með eignir, ef til vill í annarlegum til- gangi, til að skjóta fé undan skatti, blekkingarleikur með trúrækni að yfir- varpi? Áður en reynt er að svara þessum spumingum er nauðsynlegt að huga 32 „Kirkia hins heilaga Nicholai j Stafhollti aa heimaland allt med gognumm oc giædumm" (íslenzkt fom- bréfasafn 4, s. 188 (máldagi 1397)). 33 Sturlunga saga. 3. b. Guðni Jónsson bjó til prentunar. [Reykjavík] 1954, s. 213. 34 „Pieturskirkia j Reykiahollti a Heimaland allt. Breidabolstade báda“ (íslenzkt fornbréfasafn 4, s. 119 (máldagi 1397)). 35 Sturlunga saga 3 (1954), s. 276. 114
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.