Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 116
forystu Hrafns Oddssonar frá Eyri við Arnarfjörð og Sturlu Þórðarsonar gert
atreið að bæ Ólafs Þórðarsonar (bróður Sturlu) að Stafholti í Borgarfirði.
Kirkjan þar var helguð Nikulási biskupi.32 Bóndinn á staðnum reiddist
þessum yfirgangi og lét hina óboðnu gesti fá það óþvegið:
„Þat skuluð þit vita, Hrafn ok Sturla, ok allir þeir menn, er í flokki eru með
þeim, at öll sú skömm, er þér gerið staðnum ok mér, skal ek á leggja slíka
reiði, sem ek vinnst til. Skal ek þess biðja almáttkan guð ok inn helga Nik-
ulaum biskup, er staðinn á, at hann hefni yðr sinna misgerða. Ok betr þætti
mér þér sóma, Sturla, at standa fyrir rúmi Þorgils með mönnum þínum vápn-
uðum en þar, sem nú ertu.“33
Nikulás biskup var í máldaganum sagður eigandi staðarins, en var hann
það í raun og sann? Nú reyndi á hvort það fengi staðist. Og það verður að
segjast eins og er að á þessari úrslitastund var eignarréttur dýrlingsins í orði
virtur að vettugi á borði. Aðkomumennimir fóru sínu fram. Nokkru síðar
gerðist það að Þorgils skarði fór með fjölmenni í Reykholt að hitta þar hús-
bóndann á staðnum, Egil Sölmundarson, sem hann átti sökótt við. Með í för
var fyrrnefndur Sturla Þórðarson. í Reykholti var kirkja helguð Pétri
postula.34 Þegar liðsveitin var komin í hlað bað Þorgils menn sína að stíga
af baki og láta hestana ganga í tún. En Sturla mælti því á mót „kvað eigi það
ráð að gera það, „því að Pétur postuli á töðuna, og hefir hann ekki til saka
gert við Þorgils“.“35 í þetta sinn gegndu menn, virtu eignarrétt dýrlingsins
og ráku hrossin úr túni.
Niðurstaða þessa kafla er sú að samkvæmt orðanna hljóðan, einkum í
máldögum, var hægt að gefa fé til kirkju og einnig til látins manns, þ.e.
heilags manns á himnum. Þetta fé var skattfrjálst og aðskilið frá eign þess
sem gaf og ekki sjálfgefið að hann hefði ævinlega ráðstöfunarrétt yfir því.
Óljóst er hins vegar hvort það var kirkjan sjálf á hverjum stað eða dýrlingur
hennar sem var eigandi kirkjufjár eða hvort látið fólk, jafnvel þótt það sæti
við fótskör Guðs almáttugs á himnum, gæti yfirleitt talist viðtakendur og
raunverulegir eigendur jarðneskra eigna að lögum þó að svo kunni að hafa
verið í vitund manna á þessum tíma. Eða voru þessar gjafir til kirkna og
dýrlinga ekkert annað en tilfærslur með eignir, ef til vill í annarlegum til-
gangi, til að skjóta fé undan skatti, blekkingarleikur með trúrækni að yfir-
varpi? Áður en reynt er að svara þessum spumingum er nauðsynlegt að huga
32 „Kirkia hins heilaga Nicholai j Stafhollti aa heimaland allt med gognumm oc giædumm" (íslenzkt fom-
bréfasafn 4, s. 188 (máldagi 1397)).
33 Sturlunga saga. 3. b. Guðni Jónsson bjó til prentunar. [Reykjavík] 1954, s. 213.
34 „Pieturskirkia j Reykiahollti a Heimaland allt. Breidabolstade báda“ (íslenzkt fornbréfasafn 4, s. 119
(máldagi 1397)).
35 Sturlunga saga 3 (1954), s. 276.
114