Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 13
ÁRNI í VÍK
mér notadrjúg, því að þar voru þá flestar kennslubækur á
dönsku og nemendur því yfirleitt illa undir það búnir að
hafa þeirra full not, en í dönsku fékk ég tilsögn hjá presti
(M. H. G„ 19).
Skólavistin á Hólum, sem þarna er nefnd, hófst ári eftir
veturinn með sr. Arna og stóð tvo vetur. Þar var nýlega tekinn
við skólastjórn Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum. Hefur sá
maður haft mikil áhrif á umhverfi sitt og heillað hina ungu
Hólasveina með eldmóði sínum.
Sigurður hafði brennandi áhuga fyrir framförum lands og
þjóðar og þó fyrst og fremst fyrir framförum landbúnað-
arins. Ahugi hans hafði mikil áhrif á lærisveina hans, sem
margir voru úr Skagafirði. I því sambandi vakti hann
athygli þeirra á því, hve íslenzka þjóðin væri langt á eftir
frændþjóðunum á Norðurlöndum. Eggjaði hann læri-
sveina sína mjög að keppa fram, sérstaklega á sviði land-
búnaðar og félagsmála (Jón Sig., 6).
Dvölin á Hólum árin 1903 — 5 undir handarjaðri Sigurðar
hefur haft ómetanleg áhrif á Arna. Þarna svífur andi aldamóta-
ljóða og þjóðfrelsis yfir vötnum. Bjartsýni og trú á land og þjóð
er ríkjandi. Sést það m. a. af fundargerðabókum, en málfundir
voru fastur liður í skólalífinu undir leiðsögn skólastjórans:
Voru þar rædd margvísleg mál og oft af miklu fjöri.
Nemendur lærðu þar almennar fundarreglur og að flytja
mál sitt skipulega Qón Sig., 6).
Arni tók drjúgan þátt í umræðunum, og bar mörg málefni á
góma, m. a. málvöndun, en hún var honum alla tíð áhugaefni
svo sem fram kemur hér á eftir. Fróðlegt er einnig að lesa
fundargerðir af umræðum um bætt kjör vinnufólks. Ahugi
Arna á þessu atriði kemur síðar fram í verkum hans.
Eiður Guðmundsson á Þúfnavöllum var samtíða Arna í
Hólaskóla veturinn 1904 — 5 þó ekki væru þeir í sömu deild.
Eiður lýsir Arna svo:
Hann var vel í vexti, um 178 sentimetrar á hæð eða vel
11