Skagfirðingabók - 01.01.1985, Blaðsíða 81
LIFNAÐARHÆTTIR SKAGFIRÐINGA
lengi nokkur hagi var. Gáfust stundum þeir vetur til dala, að ær
smökkuðu varla hey. Þar sem hagahús voru, létu bændur fjár-
manninn standa á daginn yfir fénu. Yfir höfuð var lögð mikil
áherzla á, að fjármenn stæðu yfir fénu í haganum. En helzt til
hætti gömlum bændum við því tvennu að láta halda beitarfé of
lengi úti í brunahörkum og hríðum, því ódæði þótti að láta féð
inn í hús fyrir dagsetur í skammdeginu, ef ekki var með öllu
ófært veður. Hinn gallinn var sá, að með því að þreyta beitina
svo lengi sem skepnur hökuðu án þess að hlynna að þeim með
heygjöf með hinni hlífðarlausu beit, deyfðu menn féð, og ær á
annan vetur misstu kvið. Þegar þá loksins var farið að gefa ám,
kom þeim gjöfin [ekki?] að notum. Brann það þá oft við,
einkum þá köld voru vor, að tvævetrar ær fæddu ekki, þó þær
fyndust vera í sæmilegum holdum. Það töldu gamlir menn
hættulaust að láta fullorðið fé fá þrjár innistöður fyrri hluta
vetrar, og standa þannig málþola. En allt var annað en skemmti-
legt fyrir fjármenn að drífa fé út í brunahörku eftir sólarhrings
hungur. Það voru sumir búmenn, er sögðust heldur vilja missa
6 ær úr hor en það að gefa hey sín upp.
Sauðum var ekki gefið hey allt svo lengi nokkur jarðarsnöp
var, enda þoldu þeir furðanlega harðræðið. En Ijóslega skýrði
reynslan það, að of hörð meðferð á ám og sauðum kom aftur
fram við eigandann, þó allt lifði. Bæði varð ullin rýrari; þá féð
var bert að vorinu, týndist ullin af því, og svo urðu öll afnot af
skepnunum minni en ella og váglatar fleiri.
Þess er vel getandi, að sumarhirðing á búsmala var víða vel
stunduð á fjallajörðum. Smalinn var látinn fylgja ánum úr
kvíum í haga, og sat hann á degi hverjum hjá þeim, og kom með
þær úr haganum á kvöldin þá mál var að mjalta. Allir þeir
bændur, sem gott skyn báru á góða sumarmeðferð á búsmala,
tóku smölum sínum vara fyrir að reka féð hægt, bæði í haga og
úr haga, og láta féð vera sem frjálsast í haganum. Ef smalar
fylgdu þessum reglum, var ávinningur þeirra sá, að ærnar urðu
spakar, en húsbóndinn hafði meira sumargagn af búsmalanum
79