Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 69
LIFNAÐARHÆTTIR SKAGFIRÐINGA
þeir léttfærari að ganga utanhafnarbuxnalausir, því um það leyti
og áður tíðkaðist mjög að ganga jafnan á tómum nærbuxum, þá
talsvert1 átti að ganga. En hin ástæðan var sparnaður, því spari-
föt þessara manna höfðu2 verið lífstíðareign þeirra að mestu, og
þurfti því alls að gæta hvað meðferðina snerti. Mjög sítt hár
höfðu þessir gömlu menn, náði það ofan fyrir herðarblöð.
Greiddu þeir það aftur af höfðinu og aftur fyrir eyra. Sumir sem
þóttust hafa lítið enni, rökuðu sér krúnu, er svo var kallað.
Sparifatnaður yngri karlmanna var nokkuð frábrugðinn
þeim, sem nú hefur verið frá sagt. Fyrst voru menn á bláum ut-
anhafnarbuxum, er þá kölluðust langbuxur. Skálmarnar náðu
ofan um ökkla. Isetan náði upp undir herðarblöð. Að framan
var mjó loka yfir buxnaklaufinni á líkan hátt og sú, er var á
stuttbuxunum. Þá má telja bolföt. Vesti höfðu menn — flestir
tvíhneppt — einnig blá að lit. Þau náðu stutt niður. Á þeim var
standkragi nokkuð breiður. Á mörgum þessum vestum var
boldang í baki. Mörg þessi vesti voru silfurhneppt. Sumir karl-
menn voru á bláum vaðmálstreyjum. Þær voru líkt og vestin
stuttar niður. A þeim var standkragi nokkuð hár. Sumar þessar
treyjur voru silfurhnepptar. En margir af karlmönnum vóru yzt
á bláum einhnepptum prjónapeisum. Þær náðu ofan undir
mittið. Peisurnar voru flestar silfurhnepptar, en eigi var siður að
hneppa þeim við slík tækifæri. Um hálsinn höfðu menn hvítar
léreftsþríhyrnur og dökkan silki- eða léreftsklút utan yfir.
Dökka kollháa hatta brúkuðu menn á höfðinu.3
Sparibúningur kvenna var tilbreytingameiri en karlmanna.
Margar gamlar konur voru á dökkum skósíðum vaðmálshemp-
um yzt fata. Utan um mittið spenntu þær belti allmikið, allt sett
silfurstokkum. Um hálsinn brúkuðu þær dökkan kraga allríf-
legan; þeir voru baldíraðir; þeim var krækt utan um hálsinn.
Loksins brúkuðu margar þessar konur skautafald. En nokkrar
1 Oljóst, talsvert eða töluvert.
2 Hafdi í hdr.
3 Eða höfðum. Óljóst í hdr.
67