Skagfirðingabók - 01.01.1985, Blaðsíða 152
SKAGFIRÐINGABÓK
mátti. Þessi maður hét Guðmundur Þórðarson, og veit ég ekki
nánari deili á honum. En slíka tryggð batt faðir minn við
þennan mann, að hann lét skíra son sinn í höfuð hans, og gat
þess síðar, að son sinn myndi ekki bresta gæfa meðan hann
notaði nafn þessa gamla vinar síns.
Þorsteinn orti eftir Guðmund, og kemur þar fram mikil
eftirsjá og söknuður, svo óvenjulegt má kalla eftir vandalausan
mann. Þar segir m. a.:
Þú varst mér allt og vin mig taldir einan
og veittir mér í baráttunnar raun.
En hvað þú varst það sá ég mjög um seinan
og sýndi hvorki þakkir eða laun.
Því allt að þínum aldurtiladegi
ég athvarf fann og vígi traust hjá þér.
Eg man þig glöggt þótt gröf þín þekkist eigi
og gleymdur sértu öllum nema mér.
Eins og fyrr er vikið að, þá var mikið kveðið í Skagafirði á
uppvaxtarárum Þorsteins í Gilhaga. Rímur voru þuldar á
vökum og kjarnmiklir húslestrar úr frægum postillum meitluðu
málið og juku málkenndina. Ekki er vitað um sérstaka skáld-
skapargáfu í framættum Þorsteins, og áreiðanlega hefur Indriði
móðurfaðir hans aldrei reynt við þann „andskota“ að yrkja
vísu. Heldur ekki faðir Þorsteins og forverar hans. Eina skáldið,
sem vitað er um í ættum Þorsteins, og munaði að vísu dálítið
um það, er Grímur Þorgrímsson (Thomsen), Tómassonar frá
Ráðagerði, Tómassonar frá Sölvanesi, og komu þar saman ættir
Indriða Arnasonar og Gríms. En þetta er fjarskylt og varla við
því að búast að þangað hafi verið sótt sterk þörf til skáldskapar.
Þess skal þó getið að séra Páll á Knappsstöðum í Fljótum, föður-
bróðir Gríms, átti sonu, sem voru laglega hagorðir og gaman-
samir í kveðskap sínum.
Það mun því hafa verið hin almenna tilraun til kvæða og
vísnagerðar meðal Lýtinga og víðar í Skagafirði, sem hratt af
150