Skagfirðingabók - 01.01.1985, Blaðsíða 181
MINNINGABROT
fræði og steinafræði. Ég neitaði að lesa steinafræði, þótti hún
einstaklega leiðinleg, og fyrtist hann við mig. A prófi fékk ég
síðan 310 í steinafræðinni af 8, en stóð mig hins vegar betur í
grasafræðinni.
Báða veturna mína á Hólum var ég matarstjóri eða kostfélags-
stjóri. Það var mikið aukastarf, ef vel átti að vera. Annast þurfti
öll innkaup og flutning matvæla til Hóla, ráða fólk til starfa í
mötuneyti og sjá um kaup og slátrun gripa, verkun kjötsins og
sláturgerð. Þá var enginn frystir til, svo öðrum ráðum þurfti að
beita, og mest var saltað. Báða veturna voru skólasveinar 52,
kennarar þrír í mötuneyti, auk hinna, sem voru fjölskyldu-
menn, sex stúlkur, þrjár í eldhúsi og þrjár við þjónustubrögð. I
þetta fór mikill tími, en jafnframt öðlaðist ég dýrmæta reynslu.
Það var ósköp gaman á Hólum. Ymislegt var þar brallað, eins
og gengur í fjölmennum og hraustum flokki sveina, m. a. var
háð stríð milli íbúa efri- og miðhæðar gamla skólahússins, þess
sem brann 1926. Ég var skipaður herlæknir, ef einhver skyldi
slasast, og voru þeir hinir sömu bornir til mín á börum inn á
herspítalann, litla kompu, sem Náströnd hét. Þar fengu þeir
meðul sem dugðu: vatn og brauðdropa.
Við héldum feiknaböll á Hólum. Þar var Páll Jónsson frá
Brekkukoti (nú Laufskálum) aðal spilarinn, góður harmoniku-
leikari og fjörugur. Þangað komu stelpurnar úr dalnum og
reyndar víðar að, auk þess sem heimastúlkurnar sóttu náttúr-
lega í dansinn. Svo fór, að tvær þjónustur lofuðust kennara og
nemanda.
Ég las ýmislegt á Hólum, en aðallega þó námsbækurnar, og
brautskráðist vorið 1922 og tel mig hafa haft talsvert gagn af
menntuninni. Ég mannaðist og hlaut félagsmálareynslu. Náms-
dvölina greiddi ég sjálfur með búpeningi mínum. Eins og áður
sagði átti ég 40 ær og 2 hross þegar ég fór frá Hóli, en að loknu
námi voru eftir 6 ær og annað hrossið.
Og nú gat ég aftur haft samband við Sigurð Hlíðar dýra-
lækni, búfræðimenntaður maðurinn! Ég vann þó á Hólum
179