Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 173
VÍSUR SKAGFIRÐINGS
stofunni miðri. Þau eignuðust einnig dóttur, Helgu, sem andað-
ist eins og hálfs árs í Sölvanesi. Syrgðu foreldrar mínir hana
ákaflega, en fimmtán árum eftir andlát hennar, þegar við vorum
komin til Akureyrar, minntist faðir minn þessarar dóttur sinnar
í ljóði, sem hefst á eftirfarandi erindi:
Þá yfir tunglskinsfjöll og háa heiði
á hugans vængjum flýgur andi minn.
I Goðdölum hjá einu litlu leiði
hann lætur staðar numið hvert eitt sinn.
Þar var hún lögð og falin skauti foldar
er fölvinn lagðist yfir hreinar brár.
En ég hef búið ofar myrkri moldar
að minni hljóðu sorg í fimmtán ár.
Þau eignuðust síðan aðra dóttur árið 1940. Hún var einnig
skírð Helga og var augasteinn föður síns til æviloka hans.
Margt orti faðir minn um móður mína, og voru það ekki allt
ástarljóð, þótt þau yndu vel saman og mættu raunar varla hvort
af öðru sjá. Um það bil sem þau giftust orti hann:
Anna mín er ekki rík,
eg þótt fátt um skeyti.
Hún á krakka, kött og tík
og kú að hálfu leyti.
Þótt ekki liggi fyrir svar móður minnar, hefði hún vel getað
svarað fyrir sig. Þau eignuðust bæði börn áður en þau giftu sig.
Móðir mín átti Arnald, síðar blaðamann, með Jóni Stefánssyni,
ritstjóra á Akureyri, en faðir minn eignaðist Þorberg með
Sigríði Benediktsdóttur, systur Egils á Sveinsstöðum. Slitnaði
upp úr báðum þessum kynnum. Man ég það, að Sigríður bað
mig eitt sinn að finna sig, þá orðin gömul kona, og mátti heyra á
henni, að henni þótti mikilsvert að mega fá að sjá þennan son
Þorsteins. Meðan stóð á sambandi hennar og föður míns,
ráðgerðu þau að flytja til Isafjarðar og jafnvel til Vesturheims
171