Skagfirðingabók - 01.01.1985, Blaðsíða 194
SKAGFIRÐINGABÓK
Þorgrímur hafði beðið fyrir sunnan fram yfir jarðarförina.
Þetta vor var Bjarni móðurbróðir minn fermdur, mamma var þá
á tólfta aldursári. Bjarni varð afburða formaður eins og bróðir
hans, enda undi hann sér bezt á sjónum. Það hafa fleiri gamlir
menn, sem reru hjá Bjarna, sagt mér, að þeir hafi ekki þekkt
annan eins stjóra á sjó. Guðmundur gamli frændi minn, systur-
sonur Bjarna, sem nú á heima suður í Reykjakoti í Olfusi, en
bjó áður á Syðra-Vatni, þreyttist aldrei á að segja sögur af for-
mennsku Bjarna. Kvaðst hann aldrei hafa séð önnur eins hand-
tök til manns á sjó, hann hefði leikið sér að því, sem aðrir hefðu
talið ómögulegt, og jafn alvöruþungur og strangur hefði hann
verið, þegar á sjóinn var komið, sem hann var glettinn og
gáskafullur í landi, en fyrir fjörið og gletturnar var hann
orðlagður. Guðmundur frændi stundaði sjóinn á vertíðum bæði
hér við Skagafjörð og á Suðurnesjum frá því um fermingaraldur
og fram undir þrítugt og reri hjá mörgum formönnum, en hafði
aldrei formennsku sjálfur. Hann er nú rúmlega níræður.1
Jón Pétursson, sem var á Nautabúi og Eyhildarholti, sagði
mér, að hann hefði alltaf hugsað sér Kára Sölmundarson eins og
Bjarna Pétursson og fundizt hann sjá Kára í anda Bjarna. Faðir
minn kvað það og sannfæringu sína, að þegar Bjarni Pétursson
hefði farið til Ameríku, hefði landið átt á bak að sjá einum sinna
vöskustu og beztu sona. Eg man rétt eftir honum, þegar hann
kom að kveðja, en mikið þótti okkur börnunum víst í hann
varið, því nokkru eftir brottför hans vestur, skömmu eftir að
Amalía systir var skírð, fæddist bolakálfur á Víðivöllum. Kom
einhver að okkur með vatn í stórri tréausu; vorum við að skíra
kálfinn, og þegar við vorum spurð um nafn hans, svöruðum við
einum rómi: „Bjarni, í höfuðið á Bjarna bróður," en svo
kölluðum við hann eins og mamma gerði. Um engan mann
þótti móður minni vænna en þennan bróður sinn, höfðu þau
1 Grein þessi er rituð 1957. Guðmundur Björnsson var bóndi á Syðra-
Vatni 1911—41. Mun hafa farið að Reykjakoti í Ölfusi 1944.
192