Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 13
GUNNAR EINARSSON Á BERGSKÁLA
sök, enda var hann veðurglöggur og þekkti öðrum betur
hátterni sjófugla, skýjafar og sjólag. Hann hafði ætíð með
sér byssu sína á sjó og drap töluvert af sel og fugli. Hann
stundaði um tíma kaupamennsku á sumrum, var þá m.a. hjá
Þorbirni á Geitaskarði. „Hann er einhver snjallasti verk-
maður, sem með mér hefur unnið,“ segir Þorbjörn, „ör,
síglaður, öllum mönnum skemmtilegri í samstarfi, enda er
hann maður fluggáfaður, skjótorður og orðfimur. Lét hann
við mörg tækifæri fjúka snjallar vísur og markvissar. Aldrei
var Gunnar glaðari og hressari en þegar takast skyldi á við
vos og harðræði. Gunnar var gæddur ótrúlega miklu vinnu-
þreksþoli og dug, svo grannlega vaxinn sem hann er og virt-
ist við fyrstu sýn ekki miklu líkamsþreki gæddur. En það
var með hann sem marga aðra, að meiru veldur um góð af-
köst og snotur, heill vilji og lundskerpa en tútnir vöðv-
ar . . . Gunnar var einn allra liprasti og afkastadrýgsti hand-
sláttumaður, sem ég hef kynnzt. Raunar mátti um hann
segja, að til allra heyverka væri hann jafnvígur."
A vetrum fór Gunnar suður á land á vertíð, og var
nokkra vetur í Keflavík og víðar. Vel gæti hann hafa ort
þessa vísu um það leyti:
Lýsa glætur svalan sjá,
sorti nætur gránar,
rísa fætur æstar á
allar dætur Ránar.
Arið 1930 fremur en 1931 hætti Gunnar suðurferðum,
réðst barnakennari út í Skefilsstaðahrepp og tók þá að sér
grenjavinnslu í Skagaheiði austanverðri, þeim hluta heiðar-
innar sem tilheyrir Skagafjarðarsýslu. Þá hafði hann legið á
grenjum frá 1919. Auk þess lá hann stundum úti fyrir tófum
á vetrum og skaut þær við æti.
Eftir að þau Hildur slitu hjónabandi sínu, fluttist hann al-
farinn út í Skefilsstaðahrepp og var til heimilis á Fossi og
11