Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 126
SKAGFIRÐINGABÓK
1. Kaupverð hússins í Hrísey
2. Fyrir að rífa það
3. Flutningur á sjó
4. Flutningur úr Kolkuós til Hóla
5. Aukaborgun fyrir töf1
6. Framflutningur
7. Uppskipun og umbúnaður viðarins
Alls
1.987,50 kr.
120,00 kr.
150,00 kr.
100,00 kr.
50,00 kr.
53,68 kr.
92,50 kr.
2.553,68 kr.
Einar tók síðan að sér að panta meira timbur. Vafalaust
hefur þurft töluverða viðbót, einkum borðvið, til að þilja af
allan þann fjölda herbergja, sem í húsinu var, þegar bygg-
ingu þess lauk. Þá má nefna hurðir, glugga o.fl. Eitthvað
kann líka að hafa skemmzt í flutningnum og við að rífa hús-
ið.
Talið er, að aðalgrind Hríseyjarhússins hafi haldið sér
nær óbreytt, þegar það var endurreist á Hólum. I bókinni
Hólastaður, sem oft er vitnað til, er grunnflötur sagður hinn
sami á báðum húsunum, 24x16 álnir, en í lýsingu á því
nýbyggðu 1893 er hann talinn 26x16 álnir, eða tveimur áln-
um lengri en Hríseyjarhússins; óvíst hvor talan er réttari.
Undir grindina var hlaðinn kjallari, steinlímdur. I hann fór
mikið af völdu grjóti, sem eflaust hefur verið sótt að mestu í
Hólabyrðu. Jakob Brynjólfsson steinsmiður og bóndi í
Tungu í Gönguskörðum 1887-1907 hlóð kjallarann. í
skólaskýrslum frá 1885-86 er þess getið, að tekið hafi verið
upp talsvert af grjóti og nokkru af því ekið heim. Var til ætl-
að, að það skyldi hafa í hið fyrirhugaða skólahús. Arið
1885-86 og 1887-88 var að tillögu stjórnarnefndarinnar tek-
ið upp og ekið heim um 20 ferföðmum af grjóti.
Smíði hússins var að mestu lokið 1892 og kostaði það
1 Óljóst er hvers konar töf hefur á orðið, sem kostaði 50 krónur, trúlega
hefur hún verið í sambandi við skipið.
122