Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 139
BRUNINN Á HÓLUM f HJALTADAL
skein inn um suðurglugga og lýsti vel af. Jón hugsaði sér að
láta strákinn ekki leika svona á sig lengur, fór úr skónum og
læddist, sneri svo snarlega við og ætlaði að mæta honum, en
allt kom fyrir ekki. Að lokum barst leikurinn niður í kjall-
ara, og þar var lokaður gangur. Kreppti Jón þar að mannin-
um og hugðist góma hann, en greip í tómt; þar var enginn
maður. Greip þá Jón ofsahræðsla og þaut hann inn í her-
bergi sitt eins og fyrr segir. Þegar að var gáð, svaf Trausti í
rúmi sínu og gat engan hlut átt að þessu ævintýri.
Þetta atvik síaðist fljótt út, þótt leynt ætti að fara. Eitt
sinn kom Jósef kennari upp á herbergi þeirra bræðra, eins
og hann gerði oft, og spjallaði við þá um stund. Hann
spurði þá um þetta atvik og var sagt allt af létta. Þá sagði
hann: „Já, ég veit hver þetta hefur verið. Þetta er nú sveit-
ungi ykkar, sem hefur gaman af að glettast við ykkur. Hann
hefur sézt hér fyrr. Hann hét Páll Jóhannesson og dó hér
fyrir nokkrum árum.“'
Ekki verður feigum forðað
Sem fyrr greinir var miðstöð lögð í skólahúsið sumarið
1925. Skipti þá mjög til hins betra í herbergjum skólapilta
og raunar allra, sem bjuggu í húsinu. Þessari framkvæmd,
sem veitti notendum þægindi og vellíðan, fylgdi þó skapa-
dómur.
Olafur Hjaltested hét sá, sem lagði miðstöðina. Hann var
úr Reykjavík. Aðstoðarmaður hans var Guðmundur Sig-
urðsson smiður á Sauðárkróki, hörkumaður á léttasta
skeiði. Frá Hólum fór Olafur vestur á Hvammstanga þeirra
1 Páll Jóhannesson var fæddur á Hamri í Hegranesi 25. júlí 1889. For-
eldrar hans, Jóhannes Jónsson og Filippía O. Pálsdóttir fluttust til
Svarfaðardals, þegar hann var enn á barnsaldri. Búsettur var Páll á
Göngustöðum, þegar hann kom í skólann. Hann dó 21. marz 1913,
hafði þá legið veikur í tvo mánuði, ugglaust á Spítalanum og dáið þar.
135