Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 21
GUNNAR EINARSSON Á BERGSKÁLA
dýr grimmdarlega alllangt í suðvestur frá mér, og er
mér þegar ljóst, að það hefir vitað af mér allan tímann.
Sé ég þegar, að ekki er hægt að koma dýrunum að
óvörum, og yrðlingarnir eru mín eina von. Eg leggst
því yfir einn munnann og kvaka eins og læðan þegar
hún kallar á unga sína til matar. Ég heyri brátt þrusk
inni fyrir, og tveir yrðlingar koma út úr munnanum.
Tekst mér að grípa annan og setja hann í poka. Og aft-
ur skellur þokan yfir. Yrðlingurinn er nú mín einasta
von, því meðan þokan er get ég ekki gengið tófuna
uppi og vonlaust er að bíða hennar á greninu, þar sem
hún veit af mér. Þriðju nóttina klukkan að ganga fjög-
ur kemur sunnangola og sviptir burt þokunni.
Skömmu síðar öskrar dýr norðan við mig. Þannig hag-
aði til, að skammt norður af greninu var skafl. Hleyp
ég nú með hvolpinn og tjóðra hann rétt við skaflinn.
Það verk framkvæmi ég þannig, að ég bind um báða
afturfætur hans með mjúku snæri og tjóðra hann við
2-3 kg hellustein. Þetta geri ég til þess að hann geti
ekki sloppið þótt nagaður væri sundur annar spottinn.
Fyrst kippir hann í og reynir að losna. Síðan fer hann
að athuga bandið og steininn. Hann glefsar í það, en
hefir ekki eirð í sér til þess að naga það í sundur, og
hellunni veldur hann ekki.
Þegar öll sund virðast lokuð, fer hann að gefa frá sér
hljóð. Fyrst ýlfrar hann, en það er ekki kvalahljóð.
Yrðlingar eru ekki kvaldir nema svo sem 10 metra
vanti til þess að dýr komi í skotmál. Síðan gaggar yrð-
lingurinn hátt, en faðir hans tekur undir í nákvæmlega
sama tón. Hef ég sjaldan séð rösklegar tekið til fóta en
þegar rebbi hélt af stað til sonar síns. Nú gerist margt í
senn. Ég bíð bak við stóran stein með byssuna
spennta. Ætla ég mér að skjóta refinn þegar hann er í
ákveðinni fjarlægð frá yrðlingnum. En áður en hann er
19