Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 140
SKAGFIRÐINGABÓK
erinda að leggja miðstöð í sjúkrahúsið. Ekki var þó að fullu
gengið frá öllu á Hólum, en Guðmundur lauk því sem eftir
var og fór að því búnu vestur til Olafs og setti miðstöð í
kaupfélagshúsið.
Um mánaðamót nóvember-desember hafði Ólafur lokið
störfum og hugði til suðurferðar. Var hann með þrjá hesta,
því hann flutti með sér sitthvað af verkfærum. Hann slóst í
för með sunnanpósti, sem þá var Jóhann Jónsson í Forna-
hvammi. Jóhann lagði upp frá Stað að morgni 6. desember.
I för voru einnig Jón Pálmason bóndi á Þingeyrum, Ólafur
Jónsson ráðunautur á Akureyri og unglingspiltur, Kjartan
Guðmundsson frá Tjarnarkoti á Hrútafjarðarhálsi. Höfðu
þeir alls 12 hesta. Hægviðri var á, en útlit skuggalegt og
nokkur lognfönn á jörðu. Fljótt byrjaði að snjóa, og þegar
lagt var upp frá Grænumýrartungu, var komin kafalds-
mugga. Ferðin gekk þó þolanlega alla leið að Hæðarsteini,
en þar skall á glórulaus stórhríð svo skjótt sem hendi væri
veifað. Var illstætt sakir veðurofsans. Þeir félagar lentu í
hinni mestu raun og grófu sig í fönn um tíma. Urðu þeir að
ganga frá hestum sínum, en komust við illan leik heim að
Fornahvammi, utan Ólafur, sem var roskinn maður og
þoldi illa vosbúðina. Hann var illa búinn til að mæta slíku
veðri, sat á hesti meðan hann gat, en örmagnaðist af kulda
og þreytu. Þeir urðu því að skilja hann eftir grafinn í fönn,
er þeir brutust áfram til Fornahvamms. Var að honum hlúð
sem föng voru til með pokum og gæruskinnum.
Tvær tilraunir gerðu þeir félagar til að finna Ólaf. Sú fyrri
bar ekki árangur, enda veðurofsinn hinn sami og náttmyrk-
ur, en að morgni 8. desember var veður orðið bjart og hófu
þeir þá leit að Ólafi að nýju. Var hann örendur, er að var
komið.
Itarlega frásögn af hrakför þessari er að finna í Söguþátt-
um landpóstanna, II. bindi, bls. 126-130.
Þennan sama dag, þ.e. 6 desember, lögðu af stað frá
136