Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 137
BRUNINN Á HÓLUM f HJALTADAL
þeir um nóttina. Þeir ferðalangar fengu allir góða aðhlynn-
ingu og hvíld á Atlastöðum og urðu vel ferðafærir næsta
dag. Er þess ekki getið, að þeim yrði frekar meint af
volkinu.1
Dauðir gera vart við sig
í RÉTTARHÖLDUNUM vegna brunans segja þeir frá því Stefán
Björnsson og Ingimar Guttormsson, að 10 mínútum áður en
Tómas tilkynnti þeim eldinn, heyrðu þeir háreysti nokkra,
sem þeim virtist koma úr fatakompunni eða Spítalanum, en
herbergi þeirra félaga var þar undir. Þess er og getið, að oft-
ar hafi orðið vart ókyrrðar á þessum stað, þótt ekki væri
vitað um nokkurn á stjái.
I bókinni Aldnir hafa orðið, 3. bindi, er spjallað við
Gunnlaug Gíslason bónda á Sökku í Svarfaðardal. Þar segir
hann nokkuð af dvöl sinni í Hólaskóla og meðal annars frá
dulrænu fyrirbæri, sem hann og þó sérstaklega Jón bróðir
hans reyndu, en fleiri urðu vitni að. Vegna þess að mér þótti
frásögn Gunnlaugs varpa nokkru ljósi á það sem á undan er
sagt, bað ég hann leyfis að vitna til hennar. Veitti hann það
fúslega og kvað mér heimilt að nota úr henni sem ég þyrfti,
og kann ég honum beztu þakkir fyrir. Fer hér á eftir frásögn
Gunnlaugs, lítið eitt stytt og að nokkru endursögð.
Það bar til á þorra veturinn 1921, að Gunnlaugur og
skólabróðir hans, Halldór frá Melum, voru á heimleið frá
Reykjum, fremsta bæ í Hjaltadal. Veður var bjart og lýsti
vel af tungli. Þeir voru seint á ferð og óttuðust, að búið yrði
að loka skólanum. Þegar þeir komu heim að húsinu, sáu
þeir mann á rjátli og töldu sig þekkja þar skólabróður sinn,
Trausta Sveinsson Vestfirðing. Þeir hröðuðu sér heim að
1 Helztu heimildarmenn þessarar frásögu eru Jakob Frímannsson fyrr-
verandi kaupfélagsstjóri á Akureyri og Trausti Arnason frá Atlastöð-
um, síðar bóndi á Syðri-Hofdölum.
133