Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 121
Skólapiltar og starfsfólk raða sér upp fyrir framan húsið sem hrann.
Einkaeign
grennslazt eftir, hvort nokkuð af fólki því, sem bjó í ytra
húsinu, hafi lagt leið sína í hið brunna hús kvöldið fyrir
brunann. Hafi ekkert komið fram um slíkt. Þá minnir hann
á, að sérstaklega hafi verið brýnt fyrir þeim, sem fyrir rétt-
inn komu, að segja óhikað til um, hafi þeir farið með eldfæri
um Spítalann eða fatakompuna, en allar líkur til, að þar hafi
kviknað neistinn, sem tendraði bálið.
Páll Zóphoníasson skólastjóri, sem viðstaddur er í réttin-
um, biður þess getið, að við björgunina hafi orðið að brjóta
niður snúrustaura og þess utan hafi eyðilagzt verkfæri og
megi meta þessar skemmdir á allt að 500 kr. Telji hann
sanngjarnt, að félög þau, sem vátryggt hafi húsið og hið
brunna, bæti þann skaða. Ennfremur að brunnið hafi í hús-
unum óvátryggðar vörur matarfélags skólasveina að verð-
mæti 1000 kr, munir, fatnaður og bækur skólasveina samtals
að upphæð 4000 kr, loks fatnaður og búsgögn annarra, er í
117