Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 152
SKAGFIRÐINGABÓK
Þegar kennslunni var lokið, var ég halaður upp og Jóhann á
eftir.
Þegar upp kom, fannst mér ég vera miklu meiri maður en
áður og kvíðalítill um framhaldið. Vitjaði ég svo um í þess-
um skotum næstu daga og annar maður sé niður á stallinn
og gaf mig niður og halaði mig upp eins og ég Jóhann með
tilstyrk handvaðs; gekk það allt sæmilega.
Fáum dögum síðar var ég að vitja um í síðasta skotinu.
Það var ekki stærra en svo, að ég rétt komst fyrir í því. Því
hallaði töluvert fram. Eg var svo búinn að taka fuglana úr
snörunum og binda þá á handvaðinn, var að byrja að egna
snörurnar aftur, en hafði ekki gætt varúðarreglu Jóhanns að
sleppa ekki festinni úr hendinni eða olnbogabót. Samtímis
mér var Jóhann að vitja um speldi mikið ofar og til hliðar
við mig, var hann þá búinn og kallar sitt langa haala, en
mínum vaðarmanni heyrðist það vera ég sem kallaði og
rykkti um leið í festina, svo neðri partur minn tókst á loft.
Eg argaði upp, svo hann slakaði á festinni. Við rykkinn
hafði neðri partur minn dregizt fram úr skotinu og efri part-
ur fór að síga fram úr. A þeirri stundu virtist björgun alveg
óhugsanleg. Eg mundi falla fram úr skotinu, höfuðið leita
niður, festin dragast upp af fótunum og ég detta á höfuðið
fyrir bjarg. A því augnabliki var ekkert hægt að gera, nema
segja þessi alkunnu þrjú orð: Guð hjálpi mér! Eg býst við,
að í það sinn hafi þau komið frá hjartanu, því að um leið
festist speldanagli, sem var í brúninni, l/t þumlungs langur, í
prjónapeisu minni aftan á hálsinum og stöðvaði mig að
dragast fram úr skotinu. Greip ég nú í ofboði annarri hendi
í festina, sem var niður um hnésbætur, með hinni fór ég að
reyna að mjakast inn í skotið, þorði þó varla að losa mig af
speldanaglanum, og á endanum tókst það. En aldrei hefi ég
þó getað gert mér fulla grein fyrir með hverjum hætti það
varð. Ég lagðist nú fyrir í skotinu, yfirbugaður á sál og lík-
ama. Þarna lá ég æðistund, án þess að hreyfa legg eða lið,
148