Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 175
GÓÐIR NÁGRANNAR OG FLEIRA FÓLK
Veðri var svo háttað, að daginn áður hafði verið hláka, en
frosið um nóttina, þó allgott veður. I hlákum kom oft vatn
á ísana. Þá gátu þeir líka sigið, svo smátjarnir mynduðust.
Fyrir sleðanum var jarpur hestur, sem ég átti mjög lengi og
hafði keypt af Friðbirni bónda í Brekkukoti í Lýtingsstaða-
hreppi. Kaupverð var 130 krónur og var víst hátt. En Frið-
björn sagði, að ég mætti skila hestinum ef ég yrði óánægður
með kaupin. Þetta var ákaflega farsæll hestur, þægur og ljúf-
lyndur og jafnvígur til hvers sem var. Hef ég engan átt slík-
an hvað það snertir. Það var siður í vetrarferðum að fylgja
slóðum og veitti öryggi. Þegar kom fram á Miklavatn var
farið að bregða birtu, en sást þó vel til slóðar. Fram undan
var að sjá vatn lagt þunnum ísi, en brotinn um morguninn
af umferð og íshröngl í slóðinni, sem farið var að frjósa
saman. Vegna reynsluleysis í ækisferðum og inngróins
glannaskapar, sem ég sótti víst til föður míns, taldi ég ekki
ástæðu til að kanna færið nánar, enda óhægt, þar eð ísinn
beggja vegna slóðar var ekki mannheldur. Eitthvert hik kom
víst á Jarp minn. En drottnun mannsins yfir skepnunni er
nú einu sinni alkunn, þótt stundum sé hún manninum vitr-
ari. Þess vegna danglaði ég með aktaumunum í lendina á
klárnum, sem hlýddi, vanur ofríki eigandans. Fyrst í stað
var vatnið grunnt, en dýpkaði brátt, því sjálfsagt hefur ísinn
sigið um daginn. Og fyrr en varði var sleðinn farinn að
fljóta og komið vel á miðjar síður á hestinum. Nú var varla
lengur um ökuferð að ræða, öllu heldur siglingu. Og þar
sem ég trónaði sem skipstjóri á þessum góða knerri, datt
mér fyrst í hug að reyna að „venda“. En eftir að hafa kann-
að ísinn með löngum broddstaf, komst ég að raun um, að
ísinn var of þykkur til þess að hesturinn næði að brjóta, þar
eð hann kom ekki fótunum við vegna dýpis. Eg var einnig
kominn of langt til að hægt væri að bakka. Þó að kjálkar
væru við sleðann, sem ætíð var, mundi fljótandi sleðinn leita
til hliðar og lenda út undir ísinn. Því var ekki nema einn
171