Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 96
SKAGFIRÐINGABÓK
Knappsstöðum í skjóli við Stífluhólana. Höfða-Þórður
reisti bæ sinn í góðu skjóli fyrir kuldaáttinni innan við
Höfðahólana. Hjalti Þórðarson bjó að Hofi í Hjaltadal inn-
an við Hólahólana. Ingimundur gamli bjó að Hofi í Vatns-
dal í góðu skjóli fyrir norðanáttinni. - Hvar gat nú Uni
fundið stað, þar sem bæði var skjól fyrir norðanátt og sól-
ríkt? Unadalurinn hefur báða þessa kosti.
Oft er það á vorin og seinnipart vetrar, þótt sólskin sé, að
nístingskaldur norðanstormur næðir inn ströndina. A slík-
um dögum er logn og hiti í Unadal. Þá nýtur sólar þar svo
vel, að mikið sólbráð getur verið að austan í dalnum, þótt
þess gæti ekki annars staðar. Þá grær miklu fyrr þar en vest-
anvert í dalnum. Það er mikill kostur, hvað vorgott er að
austanverðu í dalnum. Hvergi er betra fyrir lambær og ný-
fædd ungviði. Allt þetta bendir til þess, að Uni hafi búið að
Hrauni, því að þar er skjólið bezt og sólbráð mest, og gróð-
ur kemur þar fyrst að vorinu á þessum slóðum.
Hið þriðja, sem bendir til búsetu Una á Hrauni, er, að
þar var stærri öskuhaugur en annars staðar: grasi gróinn
hóll í brekku frammi undan bæjarhúsum. Eg gróf í hólinn
árið 1925 og gerði þar votheysgryfju. Gryfjan var 3/2 metri á
dýpt, og var þá komið á fast. Hóllinn var 20 metra langur,
10 metra breiður og meiri hluti hans 3 metrar á dýpt - allt
aska. Ekki fann ég nema tvo hluti í dýpsta laginu: kolryðg-
að axarblað og lítinn snældusnúð, haglega gerðan úr rauð-
um steini. í efri lögunum komu fyrir leir- og glerbrot. Þessi
mikli haugur gæti bent til búsetu á þessum stað frá land-
námstíð.
Fjórða atriðið, sem bent gæti til langrar búsetu á Hrauni í
Unadal, eru garðlög meiri en víðast annars staðar. Garður
hefur verið í kringum allt túnið og mýrar neðan við tún.
Liggur þessi garður, sem enn þá sér vel fyrir, niður í á bæði
að utan og sunnan. Undirlagið ofan við tún er hraun, og þar
hefur garðurinn lítið sigið. Þá var garður umhverfis hólf við
92