Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 172
SKAGFIRÐINGABÓK
spaðadrottningin væri inni!“ Svo gat hann rakið allt spilið
frá upphafi og sagt hvernig farið hefði, ef öðruvísi hefði ver-
ið á haldið. En Mangi vafði sér bara sykraða lummu og
sagði: „Jájá, ég spur ekki að!“ Stundum líka: „Alveg
grimmt! Við græðum áreiðanlega alveg grimmt!“ og var
dimmraddaður, en jafnframt brosleitur.
Jóhann Sigurðsson bjó í Borgargerði 1908-17. Hann var
framfarasinnaður, djarfhuga og hygginn fjármálamaður.
Allt lánaðist honum vel. Hann keypti Borgargerði, gerði
þar talsverðar húsabætur og kom upp allstóru fjárbúi,
stundaði útbeit. Hann mun hafa haft um tvöhundruð ær. En
um slíkt fjárbú sagði Páll Zóphóníasson: „Sá bóndi, sem á
hundrað ær, getur mikið, en sá, sem á tvö hundruð, getur
allt.“ Ég heyrði menn líka segja, að það væri eins og Jóhann
gæti allt. Vel man ég sem barn, að haldnar voru talsvert veg-
legar veizlur í Borgargerði, og rjóminn þeyttur í skál úti í
snjóskafli. Jóhann keypti síðar Ulfsstaði í Blönduhlíð, varð
stórbóndi og formaður Búnaðarfélags Akrahrepps um
skeið. Hann hvatti menn til að hefjast handa um jarðrækt og
vélvæðingu, þótt þá væru það nær einvörðungu hestaverk-
færi. I búskapartíð hans var löngum eitthvað nýtt að gerast,
reist peningshús og heyhlöður. Þar stóðu menn í flögum ár
hvert að plægja, herfa og jafna. Þar reis eitt af fyrstu stein-
húsunum í Akrahreppi.
Kona Jóhanns var Ingibjörg Gunnlaugsdóttir frá Mið-
Grund. Hún var fríð sýnum, fagureyg og hin glæsilegasta
kona. Hún var að öllu hin skörulegasta húsfreyja, búkona
mikil, starfskona og eyddi ekki um skör fram. Hún hélt
fólki sínu að vinnu, en var öllum góð, sem minna máttu sín.
Bæði voru þau hjón gestrisin, glaðvær og góð heim að
sækja. Ingibjörg var hög í höndum og stundaði hannyrðir
fram á elliár, svo snilld var að. Avallt var þar myndarbragur
á öllu í heimili, jafnt innan bæjar sem utan.
168