Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 26
SKAGFIRÐINGABÓK
strax reyna þetta ódýra meðal. Þegar hann skaut fyrri tóf-
una, réðumst við á hana dauða og skárum á háls og létum
blæða í dollu, sem ég hafði meðferðis. Síðan neri ég blóðinu
í sárin, en árangur varð enginn. Margar svipaðar læknisað-
ferðir voru reyndar við mig í uppvextinum og skiluðu sama
árangri, enda allar álíka vitlausar. Seinna sagði ég Jónasi
lækni frá þessu. Hann skellihló og sagði: „Mikið andskoti
væri gaman að eiga mynd af ykkur þegar þið voruð að skera
tófuna.“
Eitt sinn var Gunnar á leið frá Víkum á Skaga austur að
Mallandi. Hann fór stytztu leið yfir heiðina og hafði byss-
una meðferðis eins og venjulega. Þetta var að kvöldlagi og
glaðatunglskin. Heyrði hann þá gagg í tófu í fjarska. Þetta
var á góunni, en þá er fengitími tófunnar. Hann heyrði
strax, að þarna var kvendýr á ferð og vantaði maka. Hann
svaraði tófunni strax og hermdi eftir ref. Astarsöngur tóf-
unnar er kallaður væll, og má oft heyra hann á síðkvöldum
fram til heiða. Er þá sagt, að vællinn sé í þeim. Nú kom
Gunnar sér fyrir bak við stein og sendi henni tóninn. Hún
svaraði og nálgaðist óðum. En þegar nær dró tók hún að
hægja á sér, eitthvað virtist vanta í sönginn, kannski hefur
hann ekki verið nógu tilfinningaríkur, því nú fór hún í hring
og hélt sig utan skotmáls þar til vindurinn stóð af Gunnari.
Rak hún þá upp reiðiöskur og hvarf á braut. Sungu þau ekki
meira saman það kvöldið.
Oft var gaman að liggja á grenjum á vorin, þegar tíð var
góð. Sérstaklega var lágnættið heillandi. Þá kunni Gunnar
vel við sig, þetta var hans heimur, friðsæll og lokkandi.
Skagaheiðin er full af vötnum og tjörnum, og fuglalíf er
mikið, en um lágnættið verður allt hljótt. Sundfuglar synda í
skjól upp að landi, stinga höfði undir væng og láta sig reka.
Mófuglar kúra sig niður í hreiður sín, og búfé leggst til
svefns. Þá er algjör þögn. En þá er lágfóta á ferli. Hratt, en
hljóðlaust þræðir hún lægðirnar í leit að eggjum eða fugli,
24