Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 184
SKAGFIRÐINGABÓK
sannað getur eignarrétt sinn á téðu lambi, getur vitjað
andvirðis þess að frádregnum kostnaði til undirritaðrar
og semji þá um markið.
Bústöðum 5. janúar 1897
Anna Jónsdóttir
Stefnir 13. febrúar 1897
Anna Jónsdóttir var ekkja Páls Andréssonar á Bústöðum,
sem lézt 1893, en hún stóð fyrir búi til 1901; „mesta sæmd-
arkona“ segir í æviskrá.
Kona auglýsir í blaði, og ber brýna nauðsyn til. Með sín-
um hætti var hún óviljandi sek um sauðaþjófnað, stórglæp,
sem margur hafði látið húð fyrir og þaðan af meira, sumir
lífið. Þótt mildilegar væri tekið á slíkum stuldi undir lok 19.
aldar en áður, sómdi ekki að eiga í búri slátur af ,svörtu
gimbrarlambi’ bónda í annarri sveit, þótt skiljanlegar og
eðlilegar ástæður lægju til þess. Og auglýsing sem þessi gat
líka dregið úr söguburði. En skyldi einhver hafa „sannað
eignarrétt sinn“ og „samið um markið“?
9
TÝNT. í kauptíðinni, 25. júlí, tapaðist í kaupstaðar-
ferð á Sauðárkrók, þegar Örnen, skip Gránufélagsins
var að verzla þar, skjóða með ýmislegu í, þar á meðal
5 álnum af klœði, og var klæðinu vafið saman utan um
ýmislegt smávegis, svo sem 2 vasaklúta, 3 álnir af
lérefti o.fl., en utan um þetta allt, nefnilega klæðið og
hið annað, var vafið 4 álnum af dökkleitu dropóttu
lérefti. Sá, sem fundið hefir eða hirt skjóðu þessa, er
vinsamlega beðinn að koma henni til herra verzlunar-
180