Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 38
SKAGFIRÐINGABÓK
sviði miðaldaútsaums, og ekki hefur hans, að því er höf-
undur best veit, verið getið í fræðiritum neinna þeirra sem
um það efni hafa fjallað sérstaklega.
Vardveisla
Stólan og handlínið, sem eru nokkuð skert, svo og höfuð-
línsbúnaðurinn, komu til safnsins í sex pörtum og í þrennu
lagi, með nokkurra ára millibili, þ.e. 1886, 1897 og 1910.5
Aður höfðu þau um skeið þjónað öðrum tilgangi en hinum
upphaflega, handlínið og höfuðlínshlaðið að minnsta kosti
frá því á 18. öld, sem skraut á yngri messuklæðum, og voru
fengin til safnsins sem hlutar af þeim.
Fyrst komu til safnsins hlaðið af höfuðlíninu og hluti af
handlíninu, en á hið síðarnefnda vantaði nokkuð af borðan-
um og auk þess spaðann af öðrum endanum. Höfðu gripir
þessir verið notaðir í kross á rauðan ullarhökul (Þjms. 2808)
í Flugumýrarkirkju í Skagafirði, höfuðlínið sem þvertré
krossins, en handlínið myndaði langálmu hans og vissi
spaðinn niður (4. mynd). Samkvæmt vísitasíu Flugumýrar-
kirkju 1732 var hökullinn upphaflega með hvítum vírborða-
krossi, en gullsaumaði búnaðurinn hefur komið í stað hans
einhvern tímann fyrir 1781, þegar skráður er í kirkjunni
hökull „af rauðu Maqve með balldyruðum krosse.“6 Sig-
urður Vigfússon fornfræðingur veitti safninu forstöðu þegar
hökullinn var keyptur. Áleit hann að „gullkrossinnn“ væri
af eldri hökli og verkið íslenskt, og segir enn fremur í safn-
skránni, að þetta sé „sá ágjætasti gullsaumur þesskyns" sem
hann minnist að hafa séð, því að „hér fer saman bæði íþrótt-
in í myndunum og gullsaumrinn.“7
Næst, árið 1897, barst safninu með biskupskápunni frá
Hólum (Þjms. 4401) - þeirri sem kennd er við Jón biskup
Arason - hinn endaspaði handlínsins og spaði af stólunni.
Höfðu þeir verið klipptir niður nokkurn veginn í ferhyrn-
36