Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 108
SKAGFIRÐINGABÓK
væri að rigna; varð því litið út um gluggann og sá, að neista-
flug lagði frá suðvesturhorni hússins, en ljósglampi lék um
snjóskafl í brekkunni sunnan við. Hún snarast út og suður-
fyrir húsið, sá þá logana sleikja þakbrúnina á suðurstafni.
Þegar hún sá hvers kyns var, flýtti hún sér inn og sagði Jósef
frá eldinum, skundaði síðan að íbúð Tómasar kennara, sem
var í norðurenda sömu hæðar, knúði þar dyra og tjáði
hversu komið var. Þaðan hélt hún að herbergi Vigfúsar
kennara, vakti hann og flýtti sér svo niður í kjallara sem fyrr
greinir.
Jósef og Tómas brugðu hart við, er þeir heyrðu hin vá-
legu tíðindi. Jósef hljóp suðurfyrir húsið og athugaði mögu-
leika á að ráða niðurlögum eldsins. Eftir að hafa kannað að-
stæður til björgunar, sem sýndust með öllu vonlausar, fór
hann inn aftur og gekk í að bjarga úr sinni íbúð.
Fyrsta hugsun Tómasar var að athuga eldsupptök og
vekja þá, sem sofnaðir voru á mið- og efstu hæð. Hann
hljóp upp stigann að norðan, suður ganginn á rishæðinni og
opnaði þar dyr á herbergi, sem kallað var Spítali, í suður-
enda rishæðar. Það var mannlaust og hafði svo verið frá því
veturinn áður. Verður nánar minnzt á þetta herbergi í sam-
bandi við réttarhöld vegna brunans.
Inn af Spítala, eða réttara sagt til hliðar við hann að vest-
an, var kompa. Þar geymdu nokkrir skólapiltar föt sín og
fleira dót. Þegar Tómas opnaði Spítaladyrnar, var herbergið
fullt af reyk og eldur kominn í þiljur og tróð, því snark og
eldbrestir bárust að eyrum hans. Hann skellti því hurð í lás
til að fyrirbyggja súg, svo að eldurinn magnaðist síður; gekk
að gangglugganum á suðurstafni og sá eldbjarma leggja út
um gluggann á fatakompunni.1 Auk þess veitti hann því at-
hygli, að eldur var kominn í tréspónastopp milli loftanna
1 Sumir telja, að enginn gluggi hafi verið á fatakompunni og þurft hafi að
bregða upp ljósi, þegar farið var þangað inn.
104