Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 98
DEILUR UM HVALADRÁP Á SKAGA 1869
Hvalrekar voru fyrr á tíð mikil búbót, svo sem glögglega má sjá í forn-
sögum, annálum, máldögum, dómabókum og blöðum. Hvalreki var
óvænt happ þeim sem átti, enda voru í gildi margvísleg lagaákvæði um
rétt landeigenda og skyldur. Þegar fréttist af hvalreka ókyrrðust bændur í
dölum fram og héldu á hvalfjöru. A ísavorum lokuðust hvalir oft í vök,
þar sem þeir voru unnir, ellegar að þeir hröktust undan ís upp að landi
þar sem menn áttu hægar um vik að bana þeim. Þessar veiðar voru hins
vegar áhættusamar. Þeim fylgdi vos, og kuldakræklum var betra að sitja
heima.
Vorið 1869 var ís við Skaga. I júníbyrjun lokuðust nokkrir hvalir í vök
undan landi Gauksstaða. Atorkusamir bændur tóku sig saman og drápu
nokkra þeirra og spunnust af deilur, sem raktar eru í meðfylgjandi bréf-
um til sýslumanns. Þau eru í Þjóðskjalasafni (Skag. II, 17). Hins vegar
hefur sýslumaður ekkert bókað um þessar deilur, hvorki í bréfabók sína
né dómsmálabók. Sáttabók Skefilsstaðahrepps frá þessum tíma er glötuð,
svo hér verður ekki ráðið í hvaða niðurstaða fékkst í þessari stælu. Bréfin
sýna hins vegar ein sér hvaða hagsmunir voru í húfi og hvað lífsbjörgin
var harðsótt.
s.s.
Svo ER mál með vexti, að fimmtudaginn 3. þ.m. fór Jón
bóndi Rögnvaldsson á Hóli ásamt fleirum mönnum af bæj-
um þar í grennd og ráku að rekafjöru jarðarinnar Gauks-
staða, sem er eign bróðurbarna minna og undir fjárforræði
mínu, nokkra smáhvali, er þar voru innilokaðir í hafís, að
sögn í netlögum, án þess að aðvara Gauksstaðamenn um
happ þetta, og drápu þar nokkuð af hvölum þessum. Nú
segir Jónsbók í rekabálki, 2. kapítula: „Landeigandi á þar
94