Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 99
DEILUR UM HVALADRÁP Á SKAGA 1869
hvali þá alla, er fyrir mönnum hlaupa á land upp og veiðar
allar í netlögum og í fjörunni,“ og í 8. kapítula er það
ákveðið, að hver maður á veiði sína fyrir utan netlög, en þó
menn særi hvali fyrir utan netlög og renni þeir kvikir allt að
landi, þá eiga þeir (ekki nema) tvo hluti, en landeigandi
þriðjung.
Nú hafa fyrrnefndir menn sært hvalina í netlögum, og
virðist því fyrrnefnd regla í 2. kapítula að eiga hér við, sbr.
tilskipun 20. júní 1849, 5. grein, og í öllu falli getur réttur
landsins ekki orðið minni fyrir það, þó hvalir sé særðir í
netlögum, heldur en þá þeir eru særðir fyrir utan netlög og
hlaupa á land upp, en þó lögin heimili landinu þriðjung af
hvölum, sem eru reknir á land og jafnvel særðir fyrir utan
netlög, þá hafa fyrrnefndir rekstrar- eða veiðimenn aðeins
látið einn fjórðung af hendi rakna til hinna ómyndugu land-
eigenda og synjað um meira.
Eg verð því að bera þetta málefni undir álit yðar, herra
sýslumaður, sem yfirfjárráðanda, hver sé réttur bróðurbarna
minna og hvern veg eg skuli fara til að ná honum.
Syðra-Vallholti 13. júní 1869
Gunnar Gunnarsson
Tæpum mánuði síðar lauk Jón Rögnvaldsson við greinar-
gerð fyrir hönd hvalveiðimanna og sendi sýslumanni:
Þér hafið, herra sýslumaður!, í yðar velborinheitabréfi til
mín af 15. f.m. óskað af mér nákvæmrar skýrslu um smá-
hvalaveiði þá, er ég og nokkrir hér í grennd við mig veiddu
fyrir landi jarðarinnar Gauksstaða snemma í f.m. og Gunn-
ar bóndi Gunnarsson í Vallholti kærir okkur fyrir að hafa
ekki greitt fullan landshlut af eða meðhöndlað réttilega, og
verður hún svona:
Að kvöldi annars dags júnímánaðar þessa árs, hér um bil
95