Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 148
SKAGFIRÐINGABÓK
arnir í loft upp af hrifningu og tilhlökkun af að geta átt von
á Drangeyjarfugli að borða úr sumarmálum, voru því fúsir
til fararinnar. Líður nú veturinn til sumarmála, gerði þá in-
dæla tíð, logn og sólskin, en frost á nóttum. Við fjórir lögð-
um því af stað frá Asi föstudaginn fyrsta í sumri, komum til
Drangeyjar seinnipart dags, hinir voru þá ekki komnir, en
komu von bráðar. Eftir kveðjur og kynningar var báturinn
settur. Jóhann Einarsson frá Mýrakoti var fyrirliði þeirra
austurlendinga og alls flokksins úr því. Með honum voru
Sigurður Sveinsson, nú á Sauðárkróki, Þórarinn Stefánsson
frá Enni; einum er ég búinn að gleyma.
Nú tókum við matarpokana okkar, alla kaðla og annan
farangur, bárum það upp á ey, suður að Grettiskofatóft,
breiddum stórt segl yfir hana, hæluðum niður brúnir þess,
en settum dálítinn staur undir miðjuna, svo við gætum setið
uppréttir við að borða, skriðum svo út og inn undir skörina.
Þetta var nú bústaður okkar yfir vorið. Ketilhlóðir úti.
Þegar við höfðum borðað, sagðist Jóhann ætla að leggja
nokkra faðma af speldum til reynslu. Fórum við svo fram í
Háubrík, þar sé hann niður með speldakippu, nagla og
hamar. Um leið og hann var að hverfa niður fyrir brúnina
sagði hann: „Verið þið nú sælir, piltar mínir!“ - þetta er sið-
ur - við báðum guð að vera með honum. Þessi kveðja hans
smaug eins og hnífur gegnum mig. Mér fannst hann vera að
kveðja okkur í síðasta sinn og vildi helzt hala hann strax
upp aftur. Leið nú nokkur stund, og leið mér hálfilla á með-
an. Loks kallar hann hátt: Hala! Varð ég feginn er hann
kom upp aftur. Að því búnu héldum við heim og sváfum til
morguns.
Morguninn eftir sagði Jóhann mér, að ég yrði að leggja til
sigamann með sér. Eg gegndi því fáu, kallaði svo hina ungu
háseta á eintal og bað þá annan hvorn að síga fyrir okkur, en
þeir þverneituðu báðir, sögðust ekki treysta sér til þess. Eg
fór þá að gera mig dálítið breiðan, sagði þeim, að þeir væru
144