Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 16
SKAGFIRÐINGABÓK
Hann hitti Jónas Kristjánsson lækni að máli, þegar hann
kom til Sauðárkróks, og sagði tíðindin. Eftir lýsingu Olafs á
slysinu, sá Jónas, að Gunnar yrði að komast á spítala eins
fljótt og auðið væri.
Svo heppilega vildi til, að trillubáturinn Njörður var að
koma úr róðri. Jónas hafði tal af formanninum, Sigurjóni
Péturssyni, og bað hann flytja sig út í Fossvík og sækja hinn
slasaða mann, og var það auðsótt, en út í Fossvík er um
þriggja tíma sjóleið. Þeir höfðu með sér sjúkrakörfu, og
þegar þeir lentu í víkinni, voru þar fyrir menn með hesta til
að flytja þá heim til bæjar; þangað er um einn og hálfur
kílómetri. Jónas bjó um Gunnar í körfunni, og var hann
síðan borinn til sjávar. Þá var mjög af honum dregið vegna
blóðmissis og líðan hin versta.
Jónas gerði að sárum Gunnars. Þá kom í ljós, að stykki
hafði brotnað úr kinnbeini og kurlazt, kjálkinn var sprung-
inn, og hann missti sjón á auga. Gunnar hresstist undir
handleiðslu hins ágæta læknis, en lengi var hann rúmfastur.
„Eg lá í nokkrar vikur með bundið fyrir augun,“ segir
Gunnar í áðurnefndu blaðaviðtali. „Og verst þótti mér að
vita ekki hvort ég fengi sjónina á vinstra augað. Færi svo að
ég fengi hana ekki, óskaði ég mér að patrónan hefði lent of-
urlítið ofar.“ Seint um sumarið var hann orðinn svo rólfær,
að hann var fluttur út að Fossi, en varð ekki vinnufær fyrr
en um veturinn, en þá fór hann að kenna sem fyrr. Hann
bar merki þessa slyss til dauðadags, og svarta bót hafði hann
fyrir auganu upp frá þessu.
Ekki virtist Gunnar tapa neinu af skotfimi sinni við þetta
áfall. Hann komst strax upp á lag með að miða með vinstra
auganu og virtist engu hafa tapað nema sjóninni á hægra
auga; bar byssuna jafnan upp að hægri öxl. Viðbragðsflýtir-
inn var hinn sami, og hann skaut tófur jafnt á hlaupum og í
kyrrstöðu, ef hann komst í færi, og fugla á flugi, oft á ótrú-
lega löngu færi. Og grenjavinnslu hélt hann áfram til dauða-
14