Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 103
DEILUR UM HVALADRÁP Á SKAGA 1869
um, sem í nauöum voru staddir, eitthvað af því, þar sem
þetta líka náðist með ærnu erfiði og lífshættu, er menn
vöktu í tvo sólarhringa, lengst af holdvotir í vondu veðri,
enda veiktust nokkrir á eftir, en á hinn bóginn aldeilis
ómögulegt og engin líkindi til, að þetta mundi geta borið að
Gauksstaðafjöru eða vera veitt þaðan með nokkurt slag,
undir þeim kringumstæðum, sem þá voru.
Samdist þá svo með mönnum um þetta efni, að bóndinn
Jón á Hafragili, sem var í síðara sinni við veiði þessa og vissi
hvað fyrir henni var haft, gjörði sig ánægðan með jarðarinn-
ar eða barnanna vegna um 1/4 í landshlut, að undantekinni
einni, er gefast skyldi fátækum, og allir voru samþykkir;
líka lofaði hann að brúka meðmæli við Gunnar í Vallholti,
að hann gerði sig ánægðan með þetta; eftir þetta var nú
gengið að skiptum daginn eftir og það upprætt án þess að
það gjörði nokkurn átroðning, hvorki ábúanda jarðarinnar
né landi hennar, nema það sem nokkur hross fleiri en vant
var fóru um veginn.
Þannig er nú rétt hermt, hverninn til gekk, og sést af því,
að það eru ósannindi í kæru Gunnars, bæði að smáhvelin
væru rekin á rekafjöru jarðarinnar Gauksstaða, og líka, að
Gauksstaðamenn væri ekki aðvaraðir um happ!! þetta. Nú
ef ómögulegt er að þessi samningur við Jón á Hafragili megi
standa og Gunnar getur gjört hann ómyndugan að honum,
þá munum við láta leiðast til að greiða Gunnari það sem
vantar upp á 1/3 af sanngjörnu verði smáhvela þessara, en
ekki þori ég að ábyrgjast, hvort allir veiðimennirnir gjöra
það. Annars er þessi aðferð Gunnars næsta ísjárverð að því
leyti, að hún deyfir menn mjög til að leggja sitt ítrasta til,
sér og öðrum til lífsbjargar, þegar líkt á stendur.
Auðmjúklega
Hóli á Skaga 12. dag júlímánaðar 1869
J(ón) Rögnvaldsson
99