Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 66
SKAGFIRÐINGABÓK
myndum nýskipaðra íslenskra dýrlinga, heim að Hólum?
Við þessari spurningu munu seint fást viðhlítandi svör. En
sé tímasetningin til upphafs 13. aldar höfð til viðmiðunar,
tengist skrúðinn fyrstu embættisárum Guðmundar Arason-
ar, biskups 1203-1237,93 og hefði hann þá fyrstur borið hann
fyrir altari á Hólum, svo sem bent var á þegar 1962.94 Þess
má geta hér að til er lýsing á Guðmundi frá miðri 14. öld.
Segir þar meðal annars um vöxt hans að hann hafi verið
„flestum mönnum kunnr á Islandi, bæði at sýn og skýrri
frásögn,“ og að Guðmundur hafi verið „heldr lægri en
meðalmaðr ok þykkr í vextinum.“95 Meðalhæð íslenskra
karla í kaþólskum sið hefur verið talin heldur meiri en á 18.
öld, eða ríflega 171,5 cm,96 þannig að maður sem var „heldr
lægri en meðalmaðr“ þá, gæti hafa verið af svipaðri hæð og
18. aldar maður „nokkuð hærri en meðalmaður," svo vitnað
sé til áður nefndrar lýsingar á Arna Magnússyni.97 Mynd
Þorláks helga á handlíninu bendir til að stólan hafi upp-
runalega átt að vera skósíð, og samkvæmt lýsingunni á hæð
Guðmundar gæti því staðist að lengd hennar hafi verið sú
sem talin er sennileg hér að framan.98
Olíklegt virðist að Guðmundur biskup hafi sjálfur pantað
skrúðann þar sem hann var aldrei auðugur maður og honum
var gjarnast að eyða öllu fé sínu - og fé stólsins einnig þegar
hann átti þess kost - í snauða og þurfandi.99 A hinn bóginn
er freistandi að hugsa sér sem örláta gjafara annan tveggja
hinna auðugu og áhrifamiklu vina hans, höfðingjann guð-
rækna og lækninn Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri (d. 1213),100
eða Pál Jónsson Skálholtsbiskup (1195-1211),101 sem var mik-
ill unnandi fagurra lista. Þeir höfðu báðir tengsl við Eng-
land,102 og vitað er að þeir skiptust á gjöfum við Guðmund
biskup, þó að messuklæði séu ekki nefnd í því sambandi.103
Guðmundur góði vann mjög að því að efla helgi og til-
beiðslu biskupanna Þorláks og Jóns svo sem fram kemur í
sögum hans104 og hafði, meðan hann enn var óbreyttur
62