Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 102
SKAGFIRÐINGABÓK
fyrst að fara fyrir þau og reka inn að básfjörunni, en það
dugði ekki, því þau voru bæði undir og kringum okkur.
Kom okkur þá til hugar að reyna að reka þau norður á flas-
irnar; var það reynt nokkrum sinnum þar til okkur heppn-
aðist að ná stundum einni og tveimur í rekstri, með því
móti, að þau heldur hikuðu við flasirnar, og urðu þess
vegna annaðhvort stungnir eða skutlaðir; líka fóru nokkrir
þá að vaða á flösunum og gátu þess vegna stungið fáeinar,
en það var hin mesta hætta vegna þess bæði hvað djúpt var
yfir höfuð og líka keranna, sem milli voru, líka vegna kulda,
sem þá ætlaði að gegntaka suma, en þeir sem skutlaðir voru,
sýndu mönnum í tvo heimana á bátnum; var nú samt ekki
hugsað um annað en reyna að ná sem flestum, og gekk þessi
eltingaleikur þar til svo var aðfallið, að það dugði ekki leng-
ur; var þá og komið langt fram á dag. Höfðum við þá náð
16, og voru þær rónar með bátunum inn í básinn; hættum
við þá og gerðum orð inn fyrir, ef einhverjir vildu koma og
reyna við þær, sem eftir voru, við fórum snöggvast heim að
fá einhverja næringu og svo strax ofaneftir aftur; voru þá
komnir menn innan úr Laxárdal, svo við urðum saman 17,
en þrír gengu úr fyrri flokknum. Var nú tekið til óspilltra
málanna, þegar út féll, og reynt til með sama hætti og áður,
og gekk okkur þá enn lakar, enda voru ekki bátarnir fleiri,
en lítið gagn að fleiri mönnum, þegar bát vantaði; vorum
við samt að eltast við þetta þar til við náðum fimm. Var þá
líka flóð komið og langt fram á nótt; fórum við þá heim um
háflóðið, en reyndum til aftur um fjöruna að morgninum
fram undir hádegi, en náðum þó engu, enda var fátt eftir og
ísinn heldur farinn að rýmast.
Þetta var nú þingdagsmorguninn á Skefilsstöðum. Bar þá
í tal um landshlut úr smáhvölum þessum, og þótti veiði-
mönnum öll sanngirni mæla með því, að ekki væri heimtað-
ur mikill eða fullur landshlutur úr veiði þessari, þó að kynni
að mega finna lagastaf fyrir því, en væri heldur gefið fátæk-
98