Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 120
SKAGFIRÐINGABÓK
tapaði veski með 100 kr. í og fatnaði sínum að mestu leyti.
Þeir bjuggu á herberginu Háakoti í rishæð austanmegin.
Olafur Daníelsson bjó ásamt Ólafi Magnússyni í herberg-
inu Gránu við hliðina á Háakoti. Hann greip með sér koff-
ort sitt og spariföt, en missti stígvél, reiðtygi og ígangsföt.
Þegar þeir félagar yfirgáfu herbergið, sáu þeir logana leika
um ganginn sunnanverðan.
Stefán Björnsson segist hafa farið upp í fatakompuna dag-
inn fyrir brunann til að ná í lykil, sem hann hafði gleymt í
vasa sínum frá því á sunnudag. Þetta var um hádaginn og
þurfti því ekki að bregða upp ljósi, telur enda að bjart hafi
verið í kompunni. Hann tók lykilinn og bakpoka, sem hann
átti þarna, og hélt síðan tafarlaust niður. Ekkert sá hann,
sem athygli vekti. Að öðru leyti ber honum saman við Ingi-
mar félaga sinn um samtal þeirra í herberginu, ókyrrðina í
fatakompunni og ljósglampann, sem féll á gluggann.
Ingibjörg Einarsdóttir og Steinunn Agústsdóttir voru
báðar við sláturgerð niðri í kjallara. Þær fóru upp í matar-
geymslukompu skólapilta svo sem einni klukkustund áður
en eldsins varð vart.1 Þær fóru upp norðurstigann og urðu
einskis varar ókennilegs.
Dagbjört Jónsdóttir vinnukona Jósefs kennara var að
vinna í kjallara þetta kvöld. Um kl. 11 fór hún upp á loft til
stúlkunnar, sem lá veik á Náströnd, en Dagbjört bjó einnig í
því herbergi. Uppi á ganginum hitti hún þær stöllur, Stein-
unni og Ingibjörgu.
Hér verður látið staðar numið í frásögn vitna, en dómar-
inn lætur þess að lokum getið, að búið sé að yfirheyra allt
það fólk, sem bjó í hinu brunna húsi.2 Einnig hafi verið
1 Þessi geymsla hygg ég hafi verið austanmegin í rishæð.
2 Þetta er raunar ekki rétt. Það vantar framburð eins skólasveinsins, ný-
sveinsins Sæmundar Friðjónssonar, þess er sótti stigann og náði þannig
eignum sínum út um gluggann.
116