Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 95
LANDNÁM UNA í UNADAL
Landnám Una
Er þá næst að athuga það, sem til er tekið í Skagfirzkum
fræðum, að Uni hafi numið það land, sem liggur milli Una-
dalsár og Deildardalsár, það er að segja Unadal að vestan og
Deildardal að austan og landið fyrir neðan dalina til sjávar.1
Hafi Uni numið þetta land og ekki meira, tel ég vafalítið, að
hann hafi búið í Deildardal, en ekki í Unadal. Hefði hann
þá búið á Brúarlandi eða Kambi.
En hafi Uni numið þetta land, tel ég víst, að hann hafi
numið þar að auki Unadal að austan og búið þar. Hann
hefði getað keypt Unadal að austan af Höfða-Þórði, sem vel
hefði getað misst þennan skika af sínu stóra landnámi (svo
sem áður hefur verið bent á). Svo gæti líka verið, að Höfða-
Þórður hefði ekki numið land að Unadalsá nema að Grás-
læk, að Unadalurinn hafi verið ónuminn, þegar Uni kom til.
Þó að Uni hafi ekki numið nema Unadal að austan, var það
þó mikið land, fimm jarða land og stór og góð afrétt. Eg get
því ekki hugsað annað en Uni hafi búið í Unadal að austan.
Eru fjórar ástæður fyrir því, sem nú greinir.
Fyrst er þá það, sem af Vatnsdælu má ráða, að leið
Hrolleifs heim til sín úr Unadal hafi legið upp frá bæ Una.
Það gat ekki átt sér stað, nema Uni hafi búið austanvert í
dalnum. Bendir það þá helzt til þess, að hann hafi búið á
Hrauni.
Annað er það, að þeir sem fyrstir byggðu bæi sína austan-
vert í sýslum norðanlands, hafi fyrst og fremst sótzt eftir
því að byggja, þar sem skjól var fyrir hafáttinni, norðanátt-
inni, og þar sem sólar naut vel. I austanverðri Skagafjarðar-
sýslu var skjólið fyrir hafáttinni að austanverðu í dölunum,
þó sérstaklega innan við hæðir eða hóla. Brúni hinn hvíti
bjó á Brúnastöðum í skjóli af ásnum. Þórður knappur bjó á
1 Ólafur Lárusson: Landnám í Skagafirði, bls. 121-123 og 130.
91