Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 45
BISKUPSSKRÚÐI GUÐMUNDAR GÓÐA?
ar, Inger Estham safnvarðar.25 Ættu myndir þær sumar sem
fylgja þessari ritsmíð að bera því glöggt vitni hversu prýði-
lega verkið var af hendi leyst. Meðal annars voru hinir
skertu spaðar stólunnar26 og handlínsins27 endurgerðir með
silkiefni í sama rauða lit og grunnefnið. Þá var lausi stólu-
spaðinn festur við endann á styttri stóluborðanum, sem var
lengdur lítið eitt svo að hann samsvaraði óskemmda enda-
hlutanum.
Eftir viðgerðina er sá hluti stólunnar sem var með heilan
spaða 106 cm að lengd, en sá með þeim endurgerða 95,5 cm,
og er lengdin því alls 201,5 cm. Breidd stóluborðans er 7
cm, en mesta breidd óskerta stóluspaðans er 15 cm. Hand-
línið með viðfestum spaða að undanskildum skúfum er 88,2
cm,28 en aðskildi endurgerði endinn 17,5 cm, þ.e. lengd án
skúfa alls 105,7 cm. Lengd skúfa er um 6 cm.29 Breidd hand-
línsborðans er 6,75 cm,30 en mesta breidd endaspaðans sem
heill var 13,5 cm. Hæð (breidd) höfuðlínshlaðsins er 8,8
cm,31 en lengd þess 50,3 cm.
Útrennsla, gerð og efni
Aðalmunstur stóluborðans er gert úr fjórum afbrigðum af
sveigðum og samanfléttuðum teinungum sem mynda odd-
laga sporbauga eftir honum endilöngum (1. mynd og 8.
mynd a og b). Tvö afbrigðin, þau sem nær eru endaspöðun-
um, hvert um sig sex sporbaugar, eru mynduð úr tveimur
teinungum fléttuðum saman þar sem oddar sporbauganna
mætast. Innan í og utan með sporbaugunum er stílfært
jurtaskreyti: greinar með þrískiptum ávölum blöðum til
endanna, og eru blöð þessi með lögun sem dæmigerð er fyr-
ir rómanska list. Hin tvö munsturafbrigðin á stólunni, nú
skert, eru mynduð úr fjórum teinungum sem fléttast saman
í opna fléttu ef svo má segja, þannig að úr verða að sjá odd-
43