Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 123
BRUNINN Á HÓLUM f HJALTADAL
Fulltrúar þessara félaga við réttarhöldin voru Margeir
Jónsson bóndi Ogmundarstöðum fyrir tryggingarhafa húss-
ins, en fyrir lausafjártryggingarhafa Pétur Sighvatsson sím-
stöðvarstjóri á Sauðárkróki.
Fullvíst má telja, að tryggingarfélögin hafi greitt það, sem
tryggt var hjá þeim og eyðilagðist í brunanum. Um bætur
fyrir það, sem eyðilagðist óvátryggt, svo sem eignir okkar
skólasveina og starfsfólks, man ég ekki glöggt, en minnir
þó, að við fengjum eitthvað lítils háttar af peningum seint
um veturinn eða áður en við fórum um vorið.
Húsið sem brann
FíÓLASKÓLl hóf starfsemi sína haustið 1882 í húsakynnum
gamla bæjarins, sem stóð suðvestur af kirkjunni. Þótt bær-
inn væri stór og í honum allmargar vistarverur, m.a. fjórar
stofur: Bláastofa, Hvítastofa, Miðstofa og Bálkastofa, var
þar hvergi hátt til lofts eða vítt til veggja. Aðeins þrír nem-
endur voru í skólanum fyrsta veturinn, og næstu vetur var
ekki talið fært að taka nema 8-10 nemendur vegna ófull-
komins húsnæðis. Veturinn 1885 var 8 umsækjendum vísað
frá.
Stjórnarnefnd skólans gerði sér þegar í upphafi ljóst, að
framtíð hins nýja skóla ylti mjög á því, að hann eignaðist
stærri og betri húsakynni. Örðugt var þó um vik að ráðast í
byggingu við hæfi meðan aðeins tvær fjárvana sýslur, þ.e.
Skagafjarðarsýsla og Húnavatnssýsla, stóðu að rekstri hans.
En þegar Eyfirðingar og Suður-Þingeyingar gerðust með-
eigendur að skólanum og fengizt hafði samþykkt amtsráðs-
ins fyrir rekstri hans, birti framundan. Von varð þá á frekari
fyrirgreiðslu ríkisvaldsins og möguleikar meiri á útvegun
fjármagns.
A fundi stjórnarnefndar skólans, sem haldinn var 6. nóv-
ember 1889, var samþykkt af hefja byggingu skólahúss og
119