Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 89
LANDNÁM UNA í UNADAL
Staðkættir í LJnadal
Unadalur liggur í suðaustur upp af Höfðaströnd, langur
dalur og mjög grösugur, sérstaklega er afréttin löng með
mjög góðu beitilandi. Sex þverdalir ganga norðaustur í fjöll-
in úr Unadal. Þverdalir þessir heita eftir bæjunum í Unadal.
Norðast er Ardalur; rúmum tveimur km framar Hraunsdal-
ur; enn rúmum tveimur km framar Grundarlandsdalur og
Bjarnastaðadalur, er liggja saman að nokkru leyti. Um
þremur km framar Spánárdalur og Grjótárdalur fremst. Um
þrjá þessara dala var alfaraleið, áður en vegir og bílar komu
til sögunnar. Þar að auki var fjölfarin leið upp úr botni
Unadals, norður með Unadalsjökli og ofan í Móafellsdal,
leið til Stíflu og Olafsfjarðar. Hin leiðin upp úr dalsbotnin-
um var stundum farin með fram Unadalsjökli að vestan til
Svarfaðardals.
Eg mun nú lýsa þverdalaleiðunum lítilsháttar, held þá
niður Unadalinn og byrja á fremsta dalnum, Grjótárdal.
Upp í dalinn eru brattar brekkur neðan frá Unadalsá. Þessi
leið liggur upp á háfjall og síðan ofan í Tungudal í Stíflu.
Hentaði hún vel, þegar fara átti til neðri bæja í Stíflu. -
Næstur er Bjarnastaðadalur og um hann leið til Flókadals,
greiðfær og góð leið, oft farin á hestum. Bjarnastaðadalur er
grösugur, enda voru þar fyrrum setnar kvíær. - Þá er
Hraunsdalur. Hann breikkar framan til, og eru þar höll með
túngresi. Þar voru kvíær setnar allt sumar frá Hrauni og
þótti gefast vel. Mannaferðir um þennan dal voru litlar milli
byggða, því að þessi leið liggur niður í botn Hrolleifsdals-
afréttar. - Kem ég þá að Ardalnum, leið Hrolleifs milli dal-
anna. Eftir þeim dal rennur allstór lækur, er nefnist Grás-
lækur. Getur sá lækur orðið gríðarmikill í vorleysingum.
Gráslækurinn skiptir merkjum á milli jarðanna Ljótsstaða
og Ar, og við hann er talið, að Unadalur byrji. Þverdalur
þessi kallast reyndar Ljótsstaðadalur að norðan, en Ardalur
85