Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 179
SKAÐAVEÐUR HAUSTIÐ 1943
austan Skagafjarðar. Tröllaskagi dregur úr fannkomu í inn-
héraðinu.
Eg fór heim frá Hofi fyrir hádegi. Þegar kom út að Jök-
ulsárbrú, sýndist mér, að sneiðingurinn út og upp frá
brúnni væri ófær. Hann var þá mjór og hengja í brúninni,
en ég komst með hesta mína eftir melhrygg beint upp frá
brúnni, þó að bratt væri. Þegar kom út að Breiðargerði, áleit
ég, að göturnar meðfram brekkunum milli Breiðar og Hóls
væru illfærar, svo ég fór út brekkubrúnir fyrir ofan Breið og
Hól. Fyrr né síðar man ég ekki eftir, að ég hafi vikið af
þessum götum vegna ófærðar.
Um morguninn stóð Svartá full af krapi fram fyrir Sölva-
nes, og veit ég þess engin dæmi, að slíkt hafi skeð á svo
stuttum tíma, en er vitnisburður um, hvað fannkoman var
mikil. Snjórinn lá hálfan mánuð eða lengur. Ekki var réttað í
seinni Mælifellsrétt, því ekki var hægt að koma fé milli bæja.
Svo var það milli hreppaskila og veturnótta, að brá til
sunnanáttar og stóð þíðviðri lengi. Þá tók upp allan snjó á
láglendi, og gátu bændur þá farið að telja skrokkana af fé
sem fennt hafði, hver í sínu landi.
Eftir höfuðdag 1943 var óþurrkatíð og erfitt að ná heyj-
um. Margir bændur áttu úti talsvert af heyjum, þegar hríð-
ina gerði, og til voru bændur, sem engu útheyi höfðu náð
inn. Sumt af þessu heyi var í bólstrum, og var reynt að hirða
það, þegar snjóinn tók upp, þó stórskemmt væri.
A sýslufundi 22. marz 1944 voru teknir fyrir búfjárskaðar
og heyskaðar haustið áður, mál nr. 58. Frá atvinnumála-
nefnd kom svohljóðandi greinargerð:
A síðastliðnu hausti fól sýslumaður Skagafjarðarsýslu
hreppstjórum sýslunnar að safna skýrslum, hverjum í
sínum hreppi, um tjón á heyjum og fénaði af völdum
stórhríðar, er skall á aðfaranótt 24. september. Einnig
skýrslum um fækkun nautgripa og sauðfjár vegna
175