Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 49
BISKUPSSKRÚÐI GUÐMUNDAR GÓÐA?
(10. mynd).40 Á endum handlínsins eru hins vegar myndir
helgu biskupanna íslensku, Þorláks Þórhallssonar í Skálholti
(1178-1193) og Jóns Ögmundssonar á Hólum (1106-1121),41
og þeir einnig nafngreindir með áletrunum:
S [T]OR [L]A [C]VS [E]PI / S[C] 0[P] U[S]
S JO HA NN ES / E PIS COP VS
(11. mynd).42 Auk mannamynda og áletrana eru á spöðunum
átta- og níublaða rósir, liljur og brugðningar, og á einum,
yfir höfði Páls, er saumað skreyti er líkist helst kórónu. Við
enda spaðans á óskerta hluta handlínsins eru festir fjórir
hnúðar þaktir gullsaumi og hanga silkiskúfar niður úr þeim
(12. mynd).43
Sem fyrr segir er hlaðið af höfuðlíninu 50,3 cm að lengd,
og ljóst er við athugun á munstrinu til beggja enda að út-
saumurinn á því er óskertur. Veit höfundur af fimm hlöðum
erlendis frá 12. og öndverðri 13. öld; eru þau að lengd á bil-
inu frá 54,5 til 68,6 cm og öll utan eitt talin vera af enskum
uppruna.44 Á Hólahlaðinu miðju er sýndur Kristur í hásæti
og er lampi, nánast veggljós, honum til hvorrar handar (13.
mynd). Utan um Kristsmyndina er ferbogi og þar fyrir utan
tákn guðspjallamannanna fjögurra. Út frá þeim beggja
vegna eru myndir af fjórum postulum, og standa þeir undir
bogum milli skrautlegra súlna, en milli boganna ofanverðra
skiptast á turnspírur og jurtaskreyti. Bera má kennsl á þrjá
postula vegna einkenna þeirra: Pétur með lykil til hægri
handar Kristi, honum til vinstri handar er Páll með sverð,
og við hlið Péturs er Andrés með skákross (3. mynd). Lyk-
illinn og sverðið eru saumuð með málmgarni úr silfri, og
ennfremur nokkuð af hári Péturs.
Allir eru postularnir, bæði á höfuðlínshlaðinu og stól-
unni, sem og Kristur, klæddir síðum kyrtlum og sveipaðir
47