Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 147
SIGAMAÐUR í DRANGEY
tveir flokkar mætist við Drangey annan sumardag, ef tíð og
veður leyfi. Nú eigi ég að fara fyrir sig og ráða þrjá menn á
bátinn með mér, en helzt vilji hann, að þeir séu frá fátæk-
ustu heimilunum í hreppnum, ef ég gæti fengið þá þar, og
tilnefnir þau.
Þó ég hefði einungis einu sinni komið upp á Drangey, en
ekkert kynnzt þessum veiðiskap, hugði ég gott til þessarar
svaðilfarar, gerði mér enga grein fyrir þessum leiðangri, gat
það heldur ekki vegna algjörrar vanþekkingar á öllu, sem að
þessu laut, og faðir minn gat ekkert leiðbeint mér. Eg bjóst
hins vegar við, að austurlendingar, menn Konráðs sem vanir
menn, mundu sjá um allt saman, það er að segja bjargsigið
og veiðina, og við mundum einungis þurfa að hala siga-
manninn upp og niður, annað fannst mér, að okkur yrði
ekki ætlað, öllum óvönum þessum veiðum. En það fór á
annan veg, er síðar greinir.
Daginn eftir fór ég að ráða þrjá háseta. A næsta bæ,
Beingarði, var miðaldra vinnumaður, Jón Þórðarson, sem
áður hafði verið búsettur á Bæjarklettum og eitt vor um
tíma verið við speldaveiði, þó ekki sigamaður, hann var
sjóndapur og mjög nærsýnn, því ekki hæfur til þess. Bein-
garður var eitt heimilið, sem faðir minn nefndi. Ég fór nú
þangað fyrst, sagði karli alla ráðagerð, spyr hann svo, hvort
hann vilji vera með í þessa för. I samráði við bónda var það
auðsótt. Eg bað hann nú að segja mér allt, sem að þessum
veiðiskap lyti og hvað ég þyrfti að búa mig út með, yfirhöf-
uð vera minn ráðunautur í öllum útbúnaði. Karlinn hyssað-
ist allur upp við þessa miklu vegtyllu, hélt að það væri nú
sjálfsagt. Oft töluðum við um þessa fyrirhuguðu för um
veturinn.
Eg fór svo að Hróarsdal og Kárastöðum. Þar voru ungir
piltar, rétt innan við tvítugt, synir bændanna, Jósteinn Jón-
asson frá Hróarsdal, en Jón Jónsson frá Kárastöðum. Eftir
að feður þeirra höfðu fallizt á þessa veiðiför, stukku strák-
143