Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 93
LANDNÁM UNA í UNADAL
Um Una í Unadal segir í Vatnsdælu:
Uni var auðigur maður og átti þann son, er Oddur
hét; hann var vel frumvaxta; dóttir hans hét Hróðný;
hon var fríð kona og vinnugóð. Hrolleifur fór brátt á
fund Una og kvað eigi vera mega kátt eða glatt í dal-
verpi því, þótt menn hefði það til skemmtanar, sem
mætti; - „nú kalla eg vel sama,“ sagði hann, „að við
festim mágsemd með okkur og eiga eg dóttur þína; má
vera að þá batni búsifjar vorar.“ Uni kvað hann eigi
mundu skaplyndi til þess eiga að fá góðrar konu, -
„. . . og mun eg synja þér ráðsins.“ . . . Síðan vandi
Hrolleifur þangað göngur sínar og settist á ræður við
Hróðnýju; fór því fram um hríð að óvilja frænda
hennar.
Það er þá næst, að Oddur Unason kvaðst tala mundi við
Hrolleif, og hittust þeir uppi á fjallinu milli dalanna.
Oddur mælti: „Það er þér tíðast, að ganga jafnan þessa
stígu, en oss þætti betur, að þú færir eigi svo oft.“
Hrolleifur svarar: „Síðan eg var níu vetra, hefi eg jafn-
an sjálfráði verið ferða minna, og svo mun enn; skal eg
þín orð einskis virða hér um, og þykki mér sem ekki
torfæri sé á leið minni, þótt þú lafir á stígum.“
Skildu þeir við svo búið. Eitt kveld bjóst Oddur við fimmta
mann og sat fyrir Hrolleifi. Var þá Ljótur frændi hans með
honum,
og er fundi þeirra bar saman, þá spratt Oddur upp og
mælti: „Nú má vera, að stöðvist ferð [þín] að sinni,
Hrolleifur; mætti og verða, að nú settist illska þín og
vefist þér um fætur.“ Hrolleifur kvað enn ósýnt, hver
mest mætti fagna að þeirra skilnaði, - „þótt þér séð
fjölmennari en eg; ætla eg nú [eigi] illa, þótt einhverj-
um blæði.“ Síðan hljópust þeir að og börðust.
89