Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 22
SKAGFIRÐINGABÓK
kominn á þann stað, sem ég ætlaði honum að falla, er
læðan komin við hliðina á hvolpinum. Hafði hún
komið ofan úr fjalli að baki mér. Hafði steininn, sem
ég lá við, borið á milli. Svo vel vill til, að bæði dýrin
ber saman, sem við skyttur köllum. Eg hleypi af. Læð-
an liggur, og refurinn kastast til undan skotinu. Eg
hefi sært hann. Læðan var í um 20 m fjarlægð, en ref-
urinn 50 m frá mér. Eg tek nú til fótanna og fer á öll-
um gangi niður skaflinn, glerhálan. Hugðist elta ref-
inn, sem rann niður brekkuna. Ef ekki hefði verið
mjúkt fyrir neðan skaflinn, hefði farið illa fyrir mér.
Hófst nú eltingaleikur um móana, sem endaði með því
að rebbi féll dauður niður. Voru þrír fætur hans
brotnir eftir skotið. Eg blés nú mæðinni og hélt af stað
með rebba og sótti skóna mína upp í brekkuna, en þá
hafði ég misst í upphafi hlaupsins. Yrðlingana var
þægilegt að vinna. Við tókum frá þeim allt æti og
lögðum hvolpaboga. Hungrið dregur þá loks út úr
greninu. - Þannig getur þetta verið þegar við slægan
dýrbít er að eiga.
Óhappið í Skagaheiðinni var annað skiptið, sem Gunnar
slasaði sig. Hið fyrra sinni var hann unglingur heima á
Varmalandi, nýkominn utan af Sauðárkróki. Þar hafði hann
m.a. keypt skotfæri, púður og högl. Hann tók notaðar
hvellhettur úr skothylkjum og setti nýjar í staðinn, en í
ógáti tók hann skothylki með heilli hvellhettu, og hún
sprakk þegar hann stakk í hana. Fimm pakkar af púðri lágu
á borði hjá honum, og hljóp neisti í það. Púðrið sprakk og
gaus upp stór blossi. Gunnar brenndist svo, að allt skinn
losnaði af höndum og andliti, augabrúnir og hár sviðnuðu.
Rósa móðir hans var heima þegar þetta gerðist og tvær
dætur hennar um fermingu. Sími var þá kominn á einstöku
bæi í Sæmundarhlíð, og hljóp önnur þeirra til næstu sím-
20