Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 109
BRUNINN Á HÓLUM í HJALTADAL
yfir ganginum. Varð honum þá ljóst, að engin von var til
björgunar hússins.
Næst lá fyrir að vekja þá, sem bjuggu á rishæðinni og síð-
an íbúa miðhæðar. Var á orði haft, að Tómas hefði gengið
rösklega að því verki. Nokkur felmtur mun hafa gripið
suma, þegar þeir voru vaktir svona hastarlega. Flestir höfðu
þó sinnu á að bjarga einhverju af fötum sínum og öðrum
eignum. Þeir sem bjuggu á rishæð áttu þó fárra kosta völ
um björgun. Allt fylltist skjótt af reyk, og Tómas áminnti
fólkið að komast sem fyrst niður og út úr húsinu. Sumir
munu þó hafa klætt sig að mestu, en hlaupið svo út án þess
að hafa nokkuð með sér. Aðrir gripu það, sem þeir gátu
borið, og einhverju var kastað út um glugga, en í litlum
mæli mun það hafa verið. Fullvíst er, að íbúar rishæðar
misstu mikið af fötum, hirzlum og bókum, jafnvel peninga.
Einn tapaði 100 krónum, sem var ekki svo lítil upphæð í þá
daga.
Nokkrir skólasveina, sem bjuggu á miðhæð, áttu geymd
föt o.fl. uppi í fatakompu. Þau fóru öll í eldinn. Af miðhæð,
þar sem flestir skólasveinar bjuggu, varð meiru bjargað.
Flestir náðu rúmfötum sínum, hirzlum og nokkru af bókum
og fötum, allir misstu þó eitthvað og sumir verulega, utan
einn, sem seinna verður frá sagt.
Þegar Páll skólameistari kom á vettvang, hafði Tómas
komið út öllu fólkinu af tveimur efri hæðum hússins. Var
lagt blátt bann við, að nokkur reyndi að ráðast til uppgöngu
aftur og því ekki um frekari björgun að ræða. Þá lá fyrir að
bera út úr íbúðum kennaranna, og stjórnuðu Páll og Tómas
björgunarstarfinu. Tókst að ná svo til öllu úr íbúð Jósefs og
allmiklu úr íbúð Tómasar. Ur herbergi Vigfúsar varð öllu
bjargað. Ur kjallara náðist mikið af matvælum og áhöldum;
man ég að stóru olíufötin, full með kjöt eða slátur, voru
nokkuð þung í vöfum.
En að fleiru þurfti að hyggja en björgun úr logandi hús-
105