Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 153
SIGAMAÐUR í DRANGEY
lofandi guð fyrir þetta yfirnáttúrlega kraftaverk. Annað get
ég ekki kallað það. 24 ára gamlan mann,1 alheilbrigðan á sál
og líkama, langar ekki til að ganga inn um dauðans dyr, sízt
jafnvoveiflega og þarna leit út fyrir. Eg var líka nýtrúlofaður
ungri indælli stúlku, sem hugurinn flaug strax til, mitt í
hörmungunum. Mig hafði dreymt marga dagdrauma um in-
dæla sambúð með henni, sem allir rættust síðar.2
Þegar ég hafði hvílzt nokkuð, fór ég að laga festina utan
um mig, kallaði svo að hala, án þess að egna snörurnar, sem
ég átti eftir. Þegar ég kom upp á stallinn til vaðarmanns
míns, ætlaði ég að skamma hann. En er ég hafði sagt hon-
um, hvað gerzt hafði af hans völdum, varð hann alveg að
aumingja, svo ég sá ekki fært að ausa hann skömmum. Vor-
um við svo halaðir upp, en nefndum ekki hvað gerzt hafði.
Fór nú allt slysalaust fram til krossmessu, þá byrjaði
eggjasigið. Kom þá Konráð hreppstjóri fram og stjórnaði
því. Með honum kom vinnumaður hans, Björn Sveinsson,
vanur sigamaður. Þá var eggið selt á fjóra aura uppi á ey,
fimm aura niðri á Drangeyjarfjöru og sex aura í landi; en
langvían á 12/2 eyri.
Að eggjasiginu loknu skildum við félagar. Fóru þá flestir
okkar til flekaveiða. Vorið eftir vorum við þarna flestir
sömu menn. Þótti mér þá ekki meira að leysa mig úr fest-
inni niðri í bjargi og ganga laus til beggja hliða ef þurfti,
heldur en labba uppi á ey.
Eg man ekki eftir, að speldaveiði hafi verið stunduð í
Drangey síðan. Þegar ég fór að búa, langaði mig til að taka
eyna á leigu, en konan mín aftók það með öllu og færði sín-
ar ástæður fyrir því. Lofaði ég henni að ráða. Nú, þegar ég
er orðinn áttræður, þykir mér vænt um, að speldaveiðin er
1 Guðmundur var fæddur 1863 og hér miðar hann vitaskuld við 1887, en
ekki 1889.
2 Guðmundur kvæntist 21. september 1889.
149