Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 115
BRUNINN Á HÓLUM f HJALTADAL
hússins, sem sýnir herbergjaskipanina og með árituðum
nöfnum þeirra, sem þar búa. Flatarmál hússins segir hann
hafa verið 16,5x10,3 fermetrar.
Eldstæðum hússins var þannig háttað: Tveir reykháfar
hlaðnir úr múrsteini og lágu þeir í gegnum tvo skápa á efstu
hæðinni fyrir innan kvistinn á vesturhliðinni (Valhöll, sbr.
uppdrátt). Við nyrðri reykháfinn stóð eldavél Tómasar Jó-
hannssonar kennara á neðstu hæð og bakarofn í kjallara.
Var bakað í honum kaffibrauð, þegar þurfa þótti, venjulega
einu sinni í mánuði. Við syðri reykháfinn stóð miðstöðvar-
eldavél í kjallara hússins. A henni var matreitt fyrir skóla-
sveina, og hitaði hún einnig upp húsið. A stofuhæðinni
(neðstu hæðinni) var eldavél Jósefs kennara Björnssonar og
í rishæð ofn í svonefndum Spítala.1 Frá síðari hluta vetrar
hefur ekki verið lagt í ofninn, enda enginn búið þar síðan.
Það eitt segist yfirheyrður vita ábótavant við eldstæðin, að
járnplötu vantaði framan við eldavél Tómasar kennara. Aft-
ur á móti sé ástæða til að geta þess, að járnplata var negld á
þilið bak við spítalaofninn. Hann man ekki gerr, hvar sót-
lúgur voru á syðri reykháfnum, og heldur ekki, hvenær
hann var síðast hreinsaður. Stafar það af því, að ábúandi
jarðarinnar, Þórarinn Arnason, hafði alla eldamennsku við
þann reykháf í fyrravetur, en í sumar var ekkert við hann
eldað, og nú er skólaeldamennskan nýbyrjuð.
1 Þetta herbergi hafði frá öndverðu verið sjúkrastofa þeirra skólasveina,
sem veiktust og þurftu að liggja í rúminu. I skrá yfir herbergjaskipan í
húsinu frá 1893, þegar húsið var nýbyggt, er þetta herbergi kallað
sjúkrahús. Vafalaust hefur þá þegar verið látinn þangað einn af þeim
fáu ofnum, sem settir voru í húsið í upphafi. Þegar vatnshitunarmið-
stöð kom í húsið sumarið 1925, voru allir ofnar teknir úr því, en þegar
skólasveinninn Tómas Sigurgeirsson frá Stafni í Reykjadal, lengi bóndi
á Reykhólum og Miðhúsum í Reykhólasveit, lagðist í brjósthimnu-
bólgu veturinn eftir, þótti ekki nægilegur hiti af miðstöðvarofninum á
Spítalanum og var því kolaofninn settur við aftur.
111