Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 15
GUNNAR EINARSSON Á BERGSKÁLA
bæjar og ná í hjálp því hann yrði að komast undir læknis-
hendur og á spítala.
Björn hljóp sem fætur toguðu niður að Fossi, því þangað
var stytzt að fara. A leiðinni rakst hann á hross frá Fossi og
rak þau heim á undan sér og sagði tíðindin.
Þegar Björn var farinn, fór Gunnar að hugsa ráð sitt.
Fiann setti vasaklút fyrir sárið til að reyna að stöðva blæð-
inguna. Fíann sá ekkert með hægra auganu, og vinstra augað
var hálfblindað af púðurösku. Hann átti bágt með að átta
sig á umhverfinu, en þó sá hann Tindastól eins og í hilling-
um í fjarska. Hann fór nú að brölta áleiðis til bæja, en sóttist
seint, hrasaði oft og datt sökum sjónleysis og svima, enda
hafði hann óþolandi höfuðkvalir, hélt samt réttri stefnu þar
til hann kom að Fossánni. Þá vænkaðist hagur hans, því að
áin rennur við túnið á Fossi. Nú gat hann fylgt ánni. Hann
óð yfir hana og tapaði þá öðrum skónum, en hélt áfram á
sokkaleistinum.
Þegar leiðin var nærri hálfnuð, mætti hann mönnum frá
Fossi. Þeir höfðu með sér teppi til að bera hann í, ef með
þyrfti, og hest. Teppið þurftu þeir ekki að nota, því Gunnar
gat setið á hestinum studdur af tveimur mönnum, og þannig
komst hann heim að Fossi. Þá var hann orðinn mjög mátt-
farinn, því mikið hafði hann misst af blóði.
A Fossi bjuggu Asgeir Halldórsson og Sigurlaug Sigurð-
ardóttir. Sigríður dóttir þeirra var ljósmóðir í hreppnum, og
þó hún sárið, sótthreinsaði það og bjó um eins og hún hafði
kunnáttu til, og síðan var beðið eftir lækni.
Þegar Björn Sigtryggsson kom heim að Fossi og sagði frá
slysinu, fór Olafur Jakobsson vinnumaður þegar af stað
áleiðis til Sauðárkróks til að sækja lækni. Enginn sími var þá
í sveitinni, enginn akfær vegur að heldur, og því varð að
brúka hesta. Frá Fossi til Sauðárkróks eru rúmlega 30 km.
Ólafur hafði þrjá hesta og fór eins hratt og hann þorði.
13